Erlent

Átta konur létu lífið eftir ófrjósemisaðgerð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Átta konur létu lífið og yfir tuttugu eru þungt haldnar eftir að hafa gengist undir ófrjósemisaðgerðir á Indlandi á laugardag. Talið er að þrír læknar hafi þann dag framkvæmt 83 aðgerðir á rúmum sex klukkustundum en þeim hefur þegar verið vikið frá störfum.

Ófrjósemisaðgerðirnar voru skipulagðar af yfirvöldum en á Indlandi er konum boðið upp á fríar ófrjósemisaðgerðir. Í frétt AP segir að í mörgum tilfellum séu konum boðnar peningagreiðslur til að gangast undir slíkar aðgerðir. Þetta er gert vegna mikillar fólksfjölgunar sem stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af. Því er reynt að sannfæra Indverja um smærri fjölskyldur eða ófrjósemisaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×