Erlent

Héldu upp á „Ég er ekki Malala“-daginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Malala Yousafzai er afar umdeild í heimalandi sínu.
Malala Yousafzai er afar umdeild í heimalandi sínu. Vísir/Getty
Samtök einkarekinna skóla í Pakistan hvöttu yfirvöld þar í landi í gær til þess að banna endurminningar Malölu Yousafzai en bókin heitir Ég er Malala. Samtökin lýstu því jafnframt yfir að gærdagurinn hafi verið „Ég er ekki Malala-dagurinn“. Samtökin segjast vera í forsvari fyrir 150.000 einkarekna skóla í Pakistan.

„Við styðjum menntun og valdeflingu kvenna,“ sagði Mirza Kashif Ali, forseti samtakanna. „En Vesturlönd hafa búið til persónu sem er á móti stjórnarskránni og íslamskri hugmyndafræði í Pakistan.“

Í frétt New York Times segir að yfirlýsing samtakanna sýni vel hversu umdeild Malala er í heimalandi sínu. Henni hefur hins vegar verið hampað um allan heim fyrir hugrekki sitt í baráttunni fyrir menntun stúlkna og kvenna í Pakistan. Malala fékk á dögunum friðarverðlaun Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×