Erlent

Skipstjórinn sýknaður af ákæru um morð en dæmdur í 36 ára fangelsi

Vísir/AFP
Skipstjóri Suður kóresku ferjunnar sem sökk í apríl síðastliðinn með þeim afleiðingum að þrjúhundruð manns fórust var í morgun sýknaður af ákæru um morð og þess í stað dæmdur í 36 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar yfir manninum en hann var á meðal þeirra fyrstu sem forðuðu sér frá borði þegar ferjan fór að halla ískyggilega.

Áður en hann gerði það gaf hann farþegunum, sem flestir voru ungir námsmenn, fyrirmæli um að halda kyrru fyrir í káetum ferjunnar og í matsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×