Fleiri fréttir Grænlendingar veiða 221 hval Heimastjórnin í Grænlandi hefur ákveðið að leyfa veiðar á 221 hval á þessu ári, þar af 190 hrefnum, nítján langreyðum, tíu hnúfubökum og tveimur norðhvölum. Þetta er tíu hvölum meira en á síðasta ári og gengur gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því í sumar. Frá þessu segir í dönskum miðlum. 3.1.2013 08:00 Gæsluvarðhald rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri rennur út í dag. 3.1.2013 08:00 Kvikmynd um WikiLeaks tekin upp hér Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða í Reykjavík og nágrenni. 3.1.2013 08:00 Þrír biðu bana í skotárás í Sviss Þrír biðu bana og tveir særðust þegar maður vopnaður hríðskotabyssu hóf skothríð í þorpinu Daillon í suðurhluta Sviss í gærkvöldi. 3.1.2013 07:20 Krefjast réttra upplýsinga um heilsufar Hugo Chavez Stjórnarandstaðan í Venesúela krefst þess að fá réttar og sannar upplýsingar um heilsufar Hugo Chavez forseta landsins. 3.1.2013 06:47 Kirschner endurvekur deiluna um Falklandseyjar Cristina Kirchner forseti Argentínu hefur krafist þess að bresk stjórnvöld afhendi Argentínu yfirráðin yfir Falklandseyjum. 3.1.2013 06:45 Selja fleiri bleiur fyrir eldra fólk en ungabörn í Japan Helsti bleiuframleiðandi Japans, Unicharm tilkynnti í gær að á liðnu ári hefði fyrirtækið selt fleiri bleiur fyrir gamalt fólk en fyrir smábörn. 3.1.2013 06:41 Hillary Clinton útskrifuð af sjúkrahúsi Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna var útskrifuð af sjúkrahúsi í New York í gærkvöldi eftir að hafa farið í skurðaðgerð vegna blóðtappa í heila. 3.1.2013 06:35 Erill hjá lögreglunni í borginni í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um sexleytið var tilkynnt um að ölvaður maður væri að brjóta rúðu í íbúðarhúsnæði við Framnesveg. 3.1.2013 06:30 Flensa hrjáir Dani og fleiri íbúa á Norðurlöndunum Mikill fjöldi Dana hefur legið í flensu yfir hátíðirnar og gat ekki mætt til vinnu í gærmorgun. Þetta er versta flensuskotið í landinu frá árinu 2009 þegar svínaflensan herjaði á Dani. 3.1.2013 06:26 Lífvænlegt að vera í yfirvigt Nýleg rannsókn bendir til þess að það að vera í yfirvigt geti stuðlað að lengra lífi. 2.1.2013 23:46 102 alvarleg umferðarslys á árinu 2.1.2013 23:32 Vill vopnaleitarhlið í þinghúsið Óhugur er í þingmönnum eftir að maður vopnaður hníf komst inn í þingsalinn. 2.1.2013 22:52 Fylgistapið kemur ekki á óvart Sagan segir manni ýmislegt, segir stjórnmálafræðingur. 2.1.2013 22:00 Björt Framtíð á meira inni Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er ánægður með fylgið sem flokkurinn mælist með. 2.1.2013 21:08 Stærstu manngerðu ísgöng heims áætluð í Langjökli Umhverfisstofnun er jákvæð í garð 300 metra langra ísganga og hella í Langjökli. Heilbrigðiseftirlit hefur áhyggjur af mengun. Á að laða að 20 þúsund gesti á ári, en þó lítið umfram þá sem fara á jökulinn. 2.1.2013 21:00 Ísland í dag: Bloggarar fengu á baukinn Í Íslandi í dag fórum við yfir Skaupið, töluðum við leikara, þá sem voru teknir fyrir og sáum skemmtileg en umdeild atriði. 2.1.2013 20:38 Miklar skemmdir urðu á raforkulínum Raforkumálin á Vestfjörðum eru komin í samt lag eftir að óveður síðustu daga olli víðtæku rafmagnsleysi á svæðinu. 2.1.2013 19:59 Sprengju varpað á bensínstöð Sameinuðu þjóðirnar segja að um sextíu þúsund séu látnir frá því uppreisnin hófst í Sýrlandi. 2.1.2013 19:49 Roskin kona læstist í verslun yfir áramótin Starfsmenn matvöruverslunar í Frakklandi fundu mjög þreytta konu þegar þeir opnuðu búðina á nýársdag. 2.1.2013 19:38 Björt framtíð sækir í sig veðrið Vinstri grænir hafa ekki verið minni í tæp tíu ár ef miðað er við nýjan þjóðarpúls Gallup. 2.1.2013 18:58 Lýsa aftur yfir snjóflóðahættu Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur ákveðið að lýsa aftur yfir snjóflóðahættu á Ísafirði og láta rýma hinn svonefnda reit 9 á Ísafirði og bæina Veðrá og Fremri-Breiðidal. 2.1.2013 18:50 Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2.1.2013 18:45 Lögreglan skorar á ökumenn Markmið að fækka umferðarslysum um helming á árinu sem nú fer í hönd. 2.1.2013 18:37 Toyota Crown enn í fullu fjöri Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. 2.1.2013 17:00 Fann ekkert fyndið við Landsdóm og Nubo Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins, segist vera sáttur við þau viðbrögð sem hann hafi fengið við Skaupinu. "Já já, ég er það,“ sagði hann þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. 2.1.2013 16:52 Enginn starfsmannastjóri hjá WikiLeaks - blaðamaður BBC illa blekktur "Þarna hefur blaðamaður BBC verið illa blekktur,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um umfjöllun BBC sem fjallaði um hakkara vítt og breitt um veröldina. 2.1.2013 16:13 Gleraugun björguðu lífi Baldurs "Ég hefði aldrei lifað það af," segir Baldur Sigurðarson sem slasaðist þó nokkuð þegar hann fékk skoteld í andlitið á gamlárskvöld. "Gleraugun björguðu lífi mínu." 2.1.2013 15:48 Snjóflóðahætta á Hofsósi Almannavarnir í Skagafirði, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar, hafa ákveðið að loka svæðinu norðan göngubrúar í Hvosinni á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Þar er að finna Vesturfarasetrið, Fánasmiðjuna og smábátahöfna. Miklar snjóhengjur eru í bökkunum ofan við þetta svæði og talin er hætta á að þær falli fram. Aðstæður verða endurmetnar í fyrramálið. 2.1.2013 15:48 Slakað á skóeftirliti - verður handahófskennt héðan frá Nú þurfa ekki lengur allir farþegar á Keflavíkurflugvelli að fara úr skóm við vopnaleit líkt og tíðkast hefur um árabil samkvæmt ferðavefnum Túristi. 2.1.2013 15:25 Matthías Máni enn í einangrun - verður kærður fyrir vopnalagabrot og þjófnað Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni um miðjan síðasta mánuð, situr enn í einangrun og verður í fimm daga í viðbót. Hann gaf sig fram við lögreglu á aðfangadag eftir að hafa verið á flótta í um viku. 2.1.2013 14:51 Lítil telpa hætt komin í rúllustiga Litlu munaði að illa færi þegar lítil telpa festi stígvélið í rúllustiga í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu á dögunum, samkvæmt Herdísi L. Storgaard, forvarnarfulltrúa Sjóvár. 2.1.2013 14:40 Flugeldarnir sprungu inni í eldhúsi Það óhapp varð í Njarðvík á gamlársdag að flugeldar sprungu í eldhúsi á heimili einu. Húsráðandi var að elda áramótasteikina og geymdi flugelda, sem hann hugðist kveðja gamla árið með, við hlið eldavélarinnar. 2.1.2013 14:11 Starfsmannastjóri WikiLeaks hakkaði sig inn í stjórnarráðið Siggi, eða Q eins og hann segist hafa verið kallaður þegar hann starfaði sem starfsmannastjóri WikiLeaks, segist hafa hakkað sig inn á vef stjórnarráðsins þegar hann var tólf ára gamall, eða árið 2004. 2.1.2013 13:34 Yfir 2300 útköll á síðasta ári Slökkvilið Akureyrar var kallað út 2306 sinnum á nýliðnu ári. Það er um 8% fjölgun frá fyrra ári. 1,768 sinnum var liðið kallað út á sjúkrabílum á nýliðnu ári, en það er um 13% aukning frá fyrra ári. 2.1.2013 13:20 Jólatréin hirt í Kópavogi og Hafnarfirði Starfsmenn Kópavogs og Hafnarfjarðar munu fjarlægja jólatré bæjarbúa í byrjun næstu viku. 2.1.2013 13:14 Ísland er tifandi tímasprengja Tvö íslensk eldfjöll, Hekla og Lakagígar, gætu gosið án nokkurs fyrirvara. Ísland er því tifandi tímasprengja, enda gætu afleiðingar af eldgosi haft áhrif um allan heim. Þetta kemur fram í umfjöllun PBS um eldfjöll, í tveimur þáttum sem sýndir verða í kvöld. Annar þátturinn heitir Nova: Doomsday Volcanoes, en hinn heitir Life of Fire. 2.1.2013 13:04 Fleygt út vegna ungs aldurs - skallaði dyravörðinn í andlitið Ungur maður skallaði dyravörð á skemmtistaðnum Hvítahúsinu á Selfossi í andlitið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 2.1.2013 12:16 Litlu munaði að það kviknaði í leikskóla Betur fór en á horfði þegar vegfarandi varð var við reyk í ruslagámi við leikskólann Finnmörk í Hveragerði um tvöleytið á nýársnótt. 2.1.2013 12:11 Rifrildi yfir tölvuleik leiddi til afskipta lögreglumanna Lögregla var kölluð til í liðinni viku vegna mikilla láta frá íbúð á Akranesi og var talið að þarna væri um heimiliserjur að ræða. Svo reyndist þó ekki vera heldur höfðu húsráðandi og vinur hans verið að spila tölvuleik og höfðu víst rifist vegna hans. 2.1.2013 12:10 Sérfræðingar tefja rannsókn í manndrápsmáli Lögreglan á Selfossi er enn að rannsaka andlát fanga á Litla Hrauni í vor en þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru grunaðir um að hafa veitt fanganum áverka sem drógu hann til dauða. Þeir sátu um tíma í einangrun vegna málsins. 2.1.2013 10:42 Grunaðir innbrotsþjófar enn í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, rennur út á morgun. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni sem mun taka ákvörðun á morgun um framlengingu á varðhaldinu. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 20. desember. 2.1.2013 10:18 Hættustigi vegna snjóflóða aflétt á öllum Vestfjörðum Ákveðið hefur verið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða á reit 9 á Ísafirði, Höfða, Kirkjubæ, og Funa, svo og Fremri-Breiðadal, Veðrará og Kirkjubóli í Önundarfirði. Þar með er hættustigi vegna snjóðflóða aflýst á öllum svæðum á Vestfjörðum, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 2.1.2013 09:05 Arnór Hannibalsson látinn Arnór K. Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hreggnasa í Kjós, föstudaginn 28. desember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. 2.1.2013 08:45 Olíuborpallur strandaði við Alaska Olíuborpallur í eigu Shell olíufélagsins er strandaður við Kodiak eyju í Alaska. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur bandarísku strandgæslunni ekki tekist að draga pallinn af strandstað. 2.1.2013 07:27 Sjá næstu 50 fréttir
Grænlendingar veiða 221 hval Heimastjórnin í Grænlandi hefur ákveðið að leyfa veiðar á 221 hval á þessu ári, þar af 190 hrefnum, nítján langreyðum, tíu hnúfubökum og tveimur norðhvölum. Þetta er tíu hvölum meira en á síðasta ári og gengur gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því í sumar. Frá þessu segir í dönskum miðlum. 3.1.2013 08:00
Gæsluvarðhald rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri rennur út í dag. 3.1.2013 08:00
Kvikmynd um WikiLeaks tekin upp hér Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða í Reykjavík og nágrenni. 3.1.2013 08:00
Þrír biðu bana í skotárás í Sviss Þrír biðu bana og tveir særðust þegar maður vopnaður hríðskotabyssu hóf skothríð í þorpinu Daillon í suðurhluta Sviss í gærkvöldi. 3.1.2013 07:20
Krefjast réttra upplýsinga um heilsufar Hugo Chavez Stjórnarandstaðan í Venesúela krefst þess að fá réttar og sannar upplýsingar um heilsufar Hugo Chavez forseta landsins. 3.1.2013 06:47
Kirschner endurvekur deiluna um Falklandseyjar Cristina Kirchner forseti Argentínu hefur krafist þess að bresk stjórnvöld afhendi Argentínu yfirráðin yfir Falklandseyjum. 3.1.2013 06:45
Selja fleiri bleiur fyrir eldra fólk en ungabörn í Japan Helsti bleiuframleiðandi Japans, Unicharm tilkynnti í gær að á liðnu ári hefði fyrirtækið selt fleiri bleiur fyrir gamalt fólk en fyrir smábörn. 3.1.2013 06:41
Hillary Clinton útskrifuð af sjúkrahúsi Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna var útskrifuð af sjúkrahúsi í New York í gærkvöldi eftir að hafa farið í skurðaðgerð vegna blóðtappa í heila. 3.1.2013 06:35
Erill hjá lögreglunni í borginni í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um sexleytið var tilkynnt um að ölvaður maður væri að brjóta rúðu í íbúðarhúsnæði við Framnesveg. 3.1.2013 06:30
Flensa hrjáir Dani og fleiri íbúa á Norðurlöndunum Mikill fjöldi Dana hefur legið í flensu yfir hátíðirnar og gat ekki mætt til vinnu í gærmorgun. Þetta er versta flensuskotið í landinu frá árinu 2009 þegar svínaflensan herjaði á Dani. 3.1.2013 06:26
Lífvænlegt að vera í yfirvigt Nýleg rannsókn bendir til þess að það að vera í yfirvigt geti stuðlað að lengra lífi. 2.1.2013 23:46
Vill vopnaleitarhlið í þinghúsið Óhugur er í þingmönnum eftir að maður vopnaður hníf komst inn í þingsalinn. 2.1.2013 22:52
Björt Framtíð á meira inni Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er ánægður með fylgið sem flokkurinn mælist með. 2.1.2013 21:08
Stærstu manngerðu ísgöng heims áætluð í Langjökli Umhverfisstofnun er jákvæð í garð 300 metra langra ísganga og hella í Langjökli. Heilbrigðiseftirlit hefur áhyggjur af mengun. Á að laða að 20 þúsund gesti á ári, en þó lítið umfram þá sem fara á jökulinn. 2.1.2013 21:00
Ísland í dag: Bloggarar fengu á baukinn Í Íslandi í dag fórum við yfir Skaupið, töluðum við leikara, þá sem voru teknir fyrir og sáum skemmtileg en umdeild atriði. 2.1.2013 20:38
Miklar skemmdir urðu á raforkulínum Raforkumálin á Vestfjörðum eru komin í samt lag eftir að óveður síðustu daga olli víðtæku rafmagnsleysi á svæðinu. 2.1.2013 19:59
Sprengju varpað á bensínstöð Sameinuðu þjóðirnar segja að um sextíu þúsund séu látnir frá því uppreisnin hófst í Sýrlandi. 2.1.2013 19:49
Roskin kona læstist í verslun yfir áramótin Starfsmenn matvöruverslunar í Frakklandi fundu mjög þreytta konu þegar þeir opnuðu búðina á nýársdag. 2.1.2013 19:38
Björt framtíð sækir í sig veðrið Vinstri grænir hafa ekki verið minni í tæp tíu ár ef miðað er við nýjan þjóðarpúls Gallup. 2.1.2013 18:58
Lýsa aftur yfir snjóflóðahættu Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur ákveðið að lýsa aftur yfir snjóflóðahættu á Ísafirði og láta rýma hinn svonefnda reit 9 á Ísafirði og bæina Veðrá og Fremri-Breiðidal. 2.1.2013 18:50
Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn á Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. 2.1.2013 18:45
Lögreglan skorar á ökumenn Markmið að fækka umferðarslysum um helming á árinu sem nú fer í hönd. 2.1.2013 18:37
Toyota Crown enn í fullu fjöri Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. 2.1.2013 17:00
Fann ekkert fyndið við Landsdóm og Nubo Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins, segist vera sáttur við þau viðbrögð sem hann hafi fengið við Skaupinu. "Já já, ég er það,“ sagði hann þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. 2.1.2013 16:52
Enginn starfsmannastjóri hjá WikiLeaks - blaðamaður BBC illa blekktur "Þarna hefur blaðamaður BBC verið illa blekktur,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um umfjöllun BBC sem fjallaði um hakkara vítt og breitt um veröldina. 2.1.2013 16:13
Gleraugun björguðu lífi Baldurs "Ég hefði aldrei lifað það af," segir Baldur Sigurðarson sem slasaðist þó nokkuð þegar hann fékk skoteld í andlitið á gamlárskvöld. "Gleraugun björguðu lífi mínu." 2.1.2013 15:48
Snjóflóðahætta á Hofsósi Almannavarnir í Skagafirði, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar, hafa ákveðið að loka svæðinu norðan göngubrúar í Hvosinni á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Þar er að finna Vesturfarasetrið, Fánasmiðjuna og smábátahöfna. Miklar snjóhengjur eru í bökkunum ofan við þetta svæði og talin er hætta á að þær falli fram. Aðstæður verða endurmetnar í fyrramálið. 2.1.2013 15:48
Slakað á skóeftirliti - verður handahófskennt héðan frá Nú þurfa ekki lengur allir farþegar á Keflavíkurflugvelli að fara úr skóm við vopnaleit líkt og tíðkast hefur um árabil samkvæmt ferðavefnum Túristi. 2.1.2013 15:25
Matthías Máni enn í einangrun - verður kærður fyrir vopnalagabrot og þjófnað Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni um miðjan síðasta mánuð, situr enn í einangrun og verður í fimm daga í viðbót. Hann gaf sig fram við lögreglu á aðfangadag eftir að hafa verið á flótta í um viku. 2.1.2013 14:51
Lítil telpa hætt komin í rúllustiga Litlu munaði að illa færi þegar lítil telpa festi stígvélið í rúllustiga í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu á dögunum, samkvæmt Herdísi L. Storgaard, forvarnarfulltrúa Sjóvár. 2.1.2013 14:40
Flugeldarnir sprungu inni í eldhúsi Það óhapp varð í Njarðvík á gamlársdag að flugeldar sprungu í eldhúsi á heimili einu. Húsráðandi var að elda áramótasteikina og geymdi flugelda, sem hann hugðist kveðja gamla árið með, við hlið eldavélarinnar. 2.1.2013 14:11
Starfsmannastjóri WikiLeaks hakkaði sig inn í stjórnarráðið Siggi, eða Q eins og hann segist hafa verið kallaður þegar hann starfaði sem starfsmannastjóri WikiLeaks, segist hafa hakkað sig inn á vef stjórnarráðsins þegar hann var tólf ára gamall, eða árið 2004. 2.1.2013 13:34
Yfir 2300 útköll á síðasta ári Slökkvilið Akureyrar var kallað út 2306 sinnum á nýliðnu ári. Það er um 8% fjölgun frá fyrra ári. 1,768 sinnum var liðið kallað út á sjúkrabílum á nýliðnu ári, en það er um 13% aukning frá fyrra ári. 2.1.2013 13:20
Jólatréin hirt í Kópavogi og Hafnarfirði Starfsmenn Kópavogs og Hafnarfjarðar munu fjarlægja jólatré bæjarbúa í byrjun næstu viku. 2.1.2013 13:14
Ísland er tifandi tímasprengja Tvö íslensk eldfjöll, Hekla og Lakagígar, gætu gosið án nokkurs fyrirvara. Ísland er því tifandi tímasprengja, enda gætu afleiðingar af eldgosi haft áhrif um allan heim. Þetta kemur fram í umfjöllun PBS um eldfjöll, í tveimur þáttum sem sýndir verða í kvöld. Annar þátturinn heitir Nova: Doomsday Volcanoes, en hinn heitir Life of Fire. 2.1.2013 13:04
Fleygt út vegna ungs aldurs - skallaði dyravörðinn í andlitið Ungur maður skallaði dyravörð á skemmtistaðnum Hvítahúsinu á Selfossi í andlitið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 2.1.2013 12:16
Litlu munaði að það kviknaði í leikskóla Betur fór en á horfði þegar vegfarandi varð var við reyk í ruslagámi við leikskólann Finnmörk í Hveragerði um tvöleytið á nýársnótt. 2.1.2013 12:11
Rifrildi yfir tölvuleik leiddi til afskipta lögreglumanna Lögregla var kölluð til í liðinni viku vegna mikilla láta frá íbúð á Akranesi og var talið að þarna væri um heimiliserjur að ræða. Svo reyndist þó ekki vera heldur höfðu húsráðandi og vinur hans verið að spila tölvuleik og höfðu víst rifist vegna hans. 2.1.2013 12:10
Sérfræðingar tefja rannsókn í manndrápsmáli Lögreglan á Selfossi er enn að rannsaka andlát fanga á Litla Hrauni í vor en þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru grunaðir um að hafa veitt fanganum áverka sem drógu hann til dauða. Þeir sátu um tíma í einangrun vegna málsins. 2.1.2013 10:42
Grunaðir innbrotsþjófar enn í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, rennur út á morgun. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni sem mun taka ákvörðun á morgun um framlengingu á varðhaldinu. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 20. desember. 2.1.2013 10:18
Hættustigi vegna snjóflóða aflétt á öllum Vestfjörðum Ákveðið hefur verið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða á reit 9 á Ísafirði, Höfða, Kirkjubæ, og Funa, svo og Fremri-Breiðadal, Veðrará og Kirkjubóli í Önundarfirði. Þar með er hættustigi vegna snjóðflóða aflýst á öllum svæðum á Vestfjörðum, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 2.1.2013 09:05
Arnór Hannibalsson látinn Arnór K. Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hreggnasa í Kjós, föstudaginn 28. desember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. 2.1.2013 08:45
Olíuborpallur strandaði við Alaska Olíuborpallur í eigu Shell olíufélagsins er strandaður við Kodiak eyju í Alaska. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur bandarísku strandgæslunni ekki tekist að draga pallinn af strandstað. 2.1.2013 07:27