Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2013 18:45 Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira