Innlent

102 alvarleg umferðarslys á árinu

BBI skrifar
Það urðu 102 alvarleg umferðarslys á nýliðnu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu fækkar slysunum milli ára.

Tölurnar sem um ræðir byggja á samantekt yfir fyrstu 10 mánuði ársins 2012. „Það tekur töluverðan tíma að fara í gegnum allar skýrslur og flokka slysin," sagði Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu, en hann var gestur þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni.

Slysunum fækkar milli ára. Þau voru 102 þetta árið, á sama tíma ári fyrr voru þau 131 og árið 2010 voru þau 157. „Ef við berum það saman við árið 2012 þá sjáum við að það er 35% fækkun bara á þessum tveimur árum," segir Einar.

En það er ekki aðeins slysunum sem fækkar, því árið 2012 var hreinlega minni umferð en áður samkvæmt tölum Umferðarstofu. Einnig hefur hraði í umferðinni minnkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×