Innlent

Fleygt út vegna ungs aldurs - skallaði dyravörðinn í andlitið

Selfoss.
Selfoss.
Ungur maður skallaði dyravörð í andlitið á skemmtistaðnum Hvítahúsinu á Selfossi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Dyraverðir voru að vísa manninum út af skemmtistaðnum þar sem hann hafði ekki aldur til þess að vera þar inni. Ungi maðurinn brást við með því að skalla dyravörðinn með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á augabrún. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Fíkniefnahundurinn Buster fann svo smáræði af kannabis þegar hann hnusaði inni í íbúð á Selfossi í gærkvöldi. Ábending barst lögreglu um að íbúi væri með fíkniefni. Á einum stað var opinn gluggi sem Buster staldraði við vegna þess að hann gaf skilaboð um neyslu innan dyra. Við leit fannst smávegis af kannabis. Íbúinn gekkst við að eiga efnið.

Á nýársnótt bárust lögreglu margar tilkynningar vegna alls konar tilfella sem tengdust ölvuðu fólki sem ýmist hafði í hótunum við fólk, deilum og átökum. Lögreglumenn sinntu þessum verkerfnum eftir bestu getu með því að róa og sætta fólk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×