Innlent

Ísland er tifandi tímasprengja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í þættinum á PBS kemur fram að Lakagígar gætu gosið.
Í þættinum á PBS kemur fram að Lakagígar gætu gosið.
Tvö íslensk eldfjöll, Hekla og Lakagígar, gætu gosið án nokkurs fyrirvara. Ísland er því tifandi tímasprengja, enda gætu afleiðingar af eldgosi haft áhrif um allan heim. Þetta kemur fram í umfjöllun PBS um eldfjöll, í tveimur þáttum sem sýndir verða í kvöld. Annar þátturinn heitir Nova: Doomsday Volcanoes, en hinn heitir Life of Fire.

Í þættinum er rifjað upp að eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi haft gríðarleg áhrif á flugsamgöngur um allan heim. Spurt er hvort Eyjafjallajökull hafi einungis verið upphafið. Þá er talað við jarðvísindamenn sem reyna að svara þeirri spurningu hversu mikil áhrif eldgos í Kötlu gæti haft. Velt er upp spurningum um það hvort slíkt eldgos gæti jafnvel haft áhrif á fæðuöryggi eða loftslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×