Toyota Crown enn í fullu fjöri 2. janúar 2013 17:00 Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent
Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent