Fleiri fréttir Yfir 40 Íslendingar eru 100 ára gamlir eða eldri Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar. Þetta kemur fram á facebooksíðunni langlífi. 2.1.2013 06:12 Forstjóri LSH fagnar boðaðri landssöfnun 2.1.2013 06:00 Beið þar til nýtt ár gekk í garð „Við áttum von á því að hún kæmi yfir hátíðarnar, en þetta fór eins og við vonuðum og hún ákvað að bíða fram í janúar,“ segir Einar Viðar Viðarsson, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.“ 2.1.2013 00:01 Neil Armstrong sakaður um lygar Þetta er lítið skref fyrir mann, en risaskref fyrir mannkynið, sagði Neil Armstrong sem var fyrsti maðurinn til að stíga niður fæti á tunglið. Það gerði hann þann 20. júlí 1969. Um er að ræða einhver fleygustu orð 20. aldarinnar. Í ævisögu sinni árið 2005 sagði Neil að honum hefði dottið þessi orð í hug rétt eftir að Appollo 11, flaugin sem flutti hann á tunglið, lenti þar. Nú er Neil Armstrong látinn, en í nýrri heimildarmynd sem BBC sýndi á sunnudag, þverneitar bróðir hans því að Neil hafi dottið þessi orð í hug eftir að hann var lentur á tunglinu. Dean, bróðir hans, segir að honum hafi dottið þessi orð í hug mörgum mánuðum áður en geimflaugin lenti. 1.1.2013 22:54 Treysta ekki lögreglunni eftir hrottalega nauðgun Hundruð kvenna í Delhi hafa síðastliðna daga sótt um byssuleyfi. Ástæðan er mikil umfjöllun um hrottalega nauðgun, þar sem sex karlmenn nauðguðu 23 ára gamalli konu og limlestu hana í síðasta mánuði. Breska blaðið Guardian segir að fréttirnar af þessum aukna byssuáhuga sýni hversu óöruggt fólk sé í þessari borg. Skortur á trausti gagnvart lögreglunni sé alger. 1.1.2013 20:40 Flugeldasalan gekk vel í Reykjavík og á Akureyri Björgunarsveitamenn telja að flugeldasala hafi gengið nokkuð vel nú fyrir áramótin. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að hjá flestum sveitum hafi salan verið á svipuðu róli og undanfarin ár, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og víðar. 1.1.2013 20:03 Segir gagnrýni forsetans koma of seint Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. 1.1.2013 18:40 Kirkjan vill leiða söfnun fyrir Landspítalann Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. 1.1.2013 18:28 Steingrímur segir glundroðakenninguna ekki ganga upp Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ríkisstjórninni hafi tekist að lyfta Grettistaki á sviði ríkisfjármála. Tekist hafi að ljúka því verki í aðalatriðum þegar fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var klárað fyrir jól. 1.1.2013 17:06 Ljósadýrð á áramótum Það var víða glatt á hjalla þegar nýja árið gekk í garð. Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, var viðstaddur brennu og tók síðan upp myndir af ljósadýrðinni. 1.1.2013 15:45 Tíu fengu fálkaorðuna Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna í dag. Þar á meðal listamenn, íþróttaþjálfarar og vísindafólk. Forsetahjónin, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieff, voru bæði viðstödd athöfnina á Bessastöðum þegar orðurnar voru veittar. 1.1.2013 15:01 Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. 1.1.2013 14:44 Forsetinn segir umræðu um nýja stjórnarskrá komna í öngstræti Umræðan um nýja stjórnarskrá er komin í öngstræti, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í nýársávarpi sínu, sem sjónvarpað var klukkan eitt í dag. Hann gerði loftslagsmál og stjórnskipunarmálið að aðalumræðuefni sínu. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa sagt að stjórnarskrármálið væri mikilvægasta málið á nýju ári. 1.1.2013 13:32 Með augnáverka á spítala eftir flugeldaslys Karlmaður á fimmtugsaldri sem sem var fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið í nótt hlaut áverka á augum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, segir flugeldaáverka ekki hafa verið áberandi í nótt og að forvarnir virðist eitthvað vera að skila sér. Nóttin hafi engu að síður verið mjög annasöm þar sem fjölmargir hafi leitað á slysadeildina meðal annars vegna slagsmála og ölvunar. 1.1.2013 12:56 Enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er enn á nokkrum stöðum á Vestfjörðum þó að veðrið sé að mikið gengið niður. Gríðarlegar skemmdir eru á rafmagnslínum og er unnið að viðgerðum í dag. 1.1.2013 12:00 Um land allt Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Norðurland, nánar tiltekið Skagafjörðinn. 1.1.2013 11:35 Of Monsters and Men í Kryddsíld Það er óhætt að segja að óskabarn íslensku þjóðarinnar hafi komið fram í þættinum Kryddsíld á Stöð 2 í gær, en hljómsveitin Of Monsters and Men flutti lagið Love Love Love. 1.1.2013 11:16 Sérsveitin handtók haglabyssumann Slagsmál brutust út í heimahúsi í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður halgabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Halgabyssan reyndist óhlaðin, en einnig fannst á vettvangi riffill. Lögreglan lagði hald á vopnin og eru þau nú í vörslu hennar. 1.1.2013 10:56 Ættu að slökkva á netinu um helgar Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið. 1.1.2013 10:36 Íþróttafréttamaðurinn Edda Sif bregst við Skaupinu "Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu!,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Edda Sif Pálsdóttir á Twittersíðu sinni eftir að Áramótaskaupið var sýnt í gærkvöldi. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi brugðið fyrir oftar í Áramótaskaupinu að þessu sinni en Eddu Sif og föður hennar Páli Magnússyni útvarpsstjóra. 1.1.2013 09:46 23 banaslys á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 23 eintaklingar af slysförum, eða þremur fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem heldur utan um banaslysatölur á Íslandi. Flestir létust í umferðarslysum, eða 10 manns. Heima- og frítímaslysum fjölgar töluvert, eru nú sex talsins en voru tvö árið 2010. 1.1.2013 09:32 Réðst á lögreglu og sjúkraflutningamenn Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lögreglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið í nótt. Sjúkrabíllinn hafði verið sendur í Árbæjarhverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa. 1.1.2013 09:17 Á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið Karlmaður á fimmtugsaldri fékk flugeld í andlitið á miðnætti í gær, þar sem hann var staddur í Garðabæ. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. 1.1.2013 09:09 Gleðilegt nýtt ár Ritstjórn Vísis óskar lesendum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er nýliðið. Það er von okkar að árið sem framundan er verði öllum til heilla. 1.1.2013 00:25 Fjöldi fólks á brennu Það var talsverður mannfjöldi saman kominn á Geirsnefi núna í kvöld þegar kveikt var upp í brennunni. 31.12.2012 21:36 Tími mikilvægra ákvarðana á atvinnumarkaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að framundan sé tími mikilvægra ákvarðana á vinnumarkaði. Í áramótaávarpi sínu, sem sjónvarpað var nú í kvöld, vakti hún athygli á því að endurskoðunarákvæði kjarasamninga væru opin nú í janúar. Hún sagði að það skipti gríðarlega miklu máli að samningalotan sem framundan er verði nýtt til að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn fyrir launafólk. 31.12.2012 20:31 Myndir ársins 2012 - Stormasamt ár kveður Úrval gæðamynda frá ljósmyndurum Fréttablaðsins og Vísis. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. 31.12.2012 18:00 Brennur falla niður Áramótabrenna í Mývatnssveit fellur niður vegna veðurs í kvöld og frestast fram á annað kvöld. Þá hefst hún klukkan 21:00 en þá fer einnig fram flugeldasýning björgunarsveitarinnar. 31.12.2012 15:55 Of monsters and men og Agnes menn ársins Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni. 31.12.2012 15:49 Of Monsters and men líka menn ársins Hljómsveitin Of Monsters and men er einnig menn ársins hjá Stöð 2. Það er óhætt að segja að hljómsveitin hafi farið sigurför um allan heim en afrek þeirra á alþjóðlegum tónlistarvettvangi hefur verið með ólíkindum. Þau segja sjálf að þau hafi ekkert breyst þrátt fyrir velgengni sína. 31.12.2012 15:42 Agnes maður ársins Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni. 31.12.2012 15:05 Vegurinn til Flateyrar lokaður vegna snjóflóðahættu Vegna snjóflóðahættu eru vegurinn til Flateyrar lokaður samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Einnig eru vegirnir á milli Ísafjarðar og Súðavíkur, úr Fljótum um Siglufjarðarveg til Siglufjarðar og frá Dalvík til Ólafsfjarðar lokaðar og verða það allavega til morguns. 31.12.2012 14:58 Bjarni um skuldamál heimilanna: Vill ábyrg loforð "Ég held að það skipti miklu máli að sýna ábyrgð í þessum málaflokki,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíldinni þegar hann var spurður hvað flokkur hans vildi gera í skuldamálum heimilanna. 31.12.2012 14:49 Kryddsíldin: Sýndum styrk með því að samþykkja fjárlagafrumvarpið "Ég er sáttur við árið 2012, og þrátt fyrir gasprið þá sýndi ríkisstjórnin styrk sinn með því að klára fjárlagafrumvarpið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um árið sem er að líða í kryddsíldinni á Stöð 2, þegar hann var spurður um það hvernig hann liti á árið sem væri að líða. 31.12.2012 14:18 Röð í ríkið - nær árlegur viðburður Það er nær orðið árlegur viðburður að þyrstir standi í röð við ríkið þegar þeir reyna að nálgast áfengið fyrir áramótin. 31.12.2012 13:25 Kryddsíldin 2012 á Vísi Kryddsíldin hefst klukkan 14:00 á Stöð 2 í dag. Athygli er vakin að Kryddsíldin verður í ólæstri dagskrá eins og undanfarin ár. Þar munu leiðtogar þingflokkana fara yfir árið. Fréttamennirnir Lóa Pind Aldísardóttir, Edda Andrésdóttir og Kristján Már Unnarsson munu stjórna umræðunum. 31.12.2012 13:17 Guðfríður Lilja segir af sér Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, lætur af þingmennsku um áramótin. 31.12.2012 13:03 Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það. 31.12.2012 12:55 Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli aflétt Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli var aflétt í morgun samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Veður mun eiga að ganga niður eftir hádegið og verður hægt batnandi fram á morgundag, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 31.12.2012 12:49 Reyna að ná samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ætlar að freista þess í dag að ná samkomulagi við þingmenn repúblikana um aðgerðir í efnahagsmálum til að koma í veg fyrir víðtækar skattahækkanir og niðurskurð í ríkisútgjöldum. 31.12.2012 12:40 Hættustigi aflétt að hluta til Hættustigi hefur verið aflýst á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi samkvæmt upplýsingum Almannavarna. Enn er ófært á milli flestra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum en verið er að moka veginn til Suðureyrar. 31.12.2012 12:18 Clinton með blóðtappa Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, greindist með blóðtappa í gær. Hún hefur því verið lögð á sjúkrahús en hún fékk aðsvif fyrr í mánuðinum og féll niður og fékk heilahristing við höggið samkvæmt frétt BBC. 31.12.2012 12:01 Fjölmargir rafmagnsstaurar brotnir Vinnuflokkur RARIK vann við viðgerð á rafmagnslínum við Neðri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu í nótt. Það var Steinþór Logi Arnarsson sem tók meðfylgjandi myndir af viðgerðunum en í ljós kom að það reyndust að minnsta kosti 9 staurar hafa brotnað í óveðrinu sem hefur geisað á svæðinu um helgina. 31.12.2012 11:33 Festi sig á brú - Garðar kom til bjargar Björgunarsveitin Garðar á Húsavík kom konu til bjargar sem hafði fest sig á fólksbíl á brúnni yfir Laxá. 31.12.2012 10:29 Rifbeinsbrotnaði eftir bíóferð Eitthvað var um hálkuslys í gærkvöldi og ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara varlega í færðinni. Þannig féll einstaklingur við á bifreiðastæði við Hyrjarhöfða í Reykjavík seint í gærkvöldi og er talið að hann hafi ökklabrotið sig. 31.12.2012 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Yfir 40 Íslendingar eru 100 ára gamlir eða eldri Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar. Þetta kemur fram á facebooksíðunni langlífi. 2.1.2013 06:12
Beið þar til nýtt ár gekk í garð „Við áttum von á því að hún kæmi yfir hátíðarnar, en þetta fór eins og við vonuðum og hún ákvað að bíða fram í janúar,“ segir Einar Viðar Viðarsson, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.“ 2.1.2013 00:01
Neil Armstrong sakaður um lygar Þetta er lítið skref fyrir mann, en risaskref fyrir mannkynið, sagði Neil Armstrong sem var fyrsti maðurinn til að stíga niður fæti á tunglið. Það gerði hann þann 20. júlí 1969. Um er að ræða einhver fleygustu orð 20. aldarinnar. Í ævisögu sinni árið 2005 sagði Neil að honum hefði dottið þessi orð í hug rétt eftir að Appollo 11, flaugin sem flutti hann á tunglið, lenti þar. Nú er Neil Armstrong látinn, en í nýrri heimildarmynd sem BBC sýndi á sunnudag, þverneitar bróðir hans því að Neil hafi dottið þessi orð í hug eftir að hann var lentur á tunglinu. Dean, bróðir hans, segir að honum hafi dottið þessi orð í hug mörgum mánuðum áður en geimflaugin lenti. 1.1.2013 22:54
Treysta ekki lögreglunni eftir hrottalega nauðgun Hundruð kvenna í Delhi hafa síðastliðna daga sótt um byssuleyfi. Ástæðan er mikil umfjöllun um hrottalega nauðgun, þar sem sex karlmenn nauðguðu 23 ára gamalli konu og limlestu hana í síðasta mánuði. Breska blaðið Guardian segir að fréttirnar af þessum aukna byssuáhuga sýni hversu óöruggt fólk sé í þessari borg. Skortur á trausti gagnvart lögreglunni sé alger. 1.1.2013 20:40
Flugeldasalan gekk vel í Reykjavík og á Akureyri Björgunarsveitamenn telja að flugeldasala hafi gengið nokkuð vel nú fyrir áramótin. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að hjá flestum sveitum hafi salan verið á svipuðu róli og undanfarin ár, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og víðar. 1.1.2013 20:03
Segir gagnrýni forsetans koma of seint Gagnrýni forsetans á frumvarp um nýja stjórnarskrá kemur of seint fram að mati Þorvalds Gylfason sem sat í stjórnlagaráði. Hann segir rangt að nýja stjórnarskráin auki völd forsetans. 1.1.2013 18:40
Kirkjan vill leiða söfnun fyrir Landspítalann Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. 1.1.2013 18:28
Steingrímur segir glundroðakenninguna ekki ganga upp Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ríkisstjórninni hafi tekist að lyfta Grettistaki á sviði ríkisfjármála. Tekist hafi að ljúka því verki í aðalatriðum þegar fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var klárað fyrir jól. 1.1.2013 17:06
Ljósadýrð á áramótum Það var víða glatt á hjalla þegar nýja árið gekk í garð. Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, var viðstaddur brennu og tók síðan upp myndir af ljósadýrðinni. 1.1.2013 15:45
Tíu fengu fálkaorðuna Tíu manns fengu afhenta fálkaorðuna í dag. Þar á meðal listamenn, íþróttaþjálfarar og vísindafólk. Forsetahjónin, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousieff, voru bæði viðstödd athöfnina á Bessastöðum þegar orðurnar voru veittar. 1.1.2013 15:01
Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. 1.1.2013 14:44
Forsetinn segir umræðu um nýja stjórnarskrá komna í öngstræti Umræðan um nýja stjórnarskrá er komin í öngstræti, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands í nýársávarpi sínu, sem sjónvarpað var klukkan eitt í dag. Hann gerði loftslagsmál og stjórnskipunarmálið að aðalumræðuefni sínu. Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa sagt að stjórnarskrármálið væri mikilvægasta málið á nýju ári. 1.1.2013 13:32
Með augnáverka á spítala eftir flugeldaslys Karlmaður á fimmtugsaldri sem sem var fluttur á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið í nótt hlaut áverka á augum og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, segir flugeldaáverka ekki hafa verið áberandi í nótt og að forvarnir virðist eitthvað vera að skila sér. Nóttin hafi engu að síður verið mjög annasöm þar sem fjölmargir hafi leitað á slysadeildina meðal annars vegna slagsmála og ölvunar. 1.1.2013 12:56
Enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum Snjóflóðahætta er enn á nokkrum stöðum á Vestfjörðum þó að veðrið sé að mikið gengið niður. Gríðarlegar skemmdir eru á rafmagnslínum og er unnið að viðgerðum í dag. 1.1.2013 12:00
Um land allt Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Norðurland, nánar tiltekið Skagafjörðinn. 1.1.2013 11:35
Of Monsters and Men í Kryddsíld Það er óhætt að segja að óskabarn íslensku þjóðarinnar hafi komið fram í þættinum Kryddsíld á Stöð 2 í gær, en hljómsveitin Of Monsters and Men flutti lagið Love Love Love. 1.1.2013 11:16
Sérsveitin handtók haglabyssumann Slagsmál brutust út í heimahúsi í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður halgabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Halgabyssan reyndist óhlaðin, en einnig fannst á vettvangi riffill. Lögreglan lagði hald á vopnin og eru þau nú í vörslu hennar. 1.1.2013 10:56
Ættu að slökkva á netinu um helgar Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og ritstjórinn Björk Eiðsdóttir létu jafnréttisumræður koma sér á óvart og fylgdust misvel með Landsdómi og komum fræga fólksins til Íslands á árinu sem er að líða. Þau settust á rökstóla og ræddu árið sem senn er liðið. 1.1.2013 10:36
Íþróttafréttamaðurinn Edda Sif bregst við Skaupinu "Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu!,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Edda Sif Pálsdóttir á Twittersíðu sinni eftir að Áramótaskaupið var sýnt í gærkvöldi. Það er óhætt að fullyrða að engum hafi brugðið fyrir oftar í Áramótaskaupinu að þessu sinni en Eddu Sif og föður hennar Páli Magnússyni útvarpsstjóra. 1.1.2013 09:46
23 banaslys á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 23 eintaklingar af slysförum, eða þremur fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem heldur utan um banaslysatölur á Íslandi. Flestir létust í umferðarslysum, eða 10 manns. Heima- og frítímaslysum fjölgar töluvert, eru nú sex talsins en voru tvö árið 2010. 1.1.2013 09:32
Réðst á lögreglu og sjúkraflutningamenn Karlmaður réðst á sjúkraflutningamenn og sló lögreglukonu í Árbæjarhverfi um eittleytið í nótt. Sjúkrabíllinn hafði verið sendur í Árbæjarhverfið þar sem talið var að maður væri veikur. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn lét maðurinn til skarar skríða. Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa. 1.1.2013 09:17
Á slysadeild eftir að hafa fengið flugeld í andlitið Karlmaður á fimmtugsaldri fékk flugeld í andlitið á miðnætti í gær, þar sem hann var staddur í Garðabæ. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ekki er vitað hvort hann sé alvarlega slasaður. 1.1.2013 09:09
Gleðilegt nýtt ár Ritstjórn Vísis óskar lesendum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er nýliðið. Það er von okkar að árið sem framundan er verði öllum til heilla. 1.1.2013 00:25
Fjöldi fólks á brennu Það var talsverður mannfjöldi saman kominn á Geirsnefi núna í kvöld þegar kveikt var upp í brennunni. 31.12.2012 21:36
Tími mikilvægra ákvarðana á atvinnumarkaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að framundan sé tími mikilvægra ákvarðana á vinnumarkaði. Í áramótaávarpi sínu, sem sjónvarpað var nú í kvöld, vakti hún athygli á því að endurskoðunarákvæði kjarasamninga væru opin nú í janúar. Hún sagði að það skipti gríðarlega miklu máli að samningalotan sem framundan er verði nýtt til að tryggja áframhaldandi lífskjarasókn fyrir launafólk. 31.12.2012 20:31
Myndir ársins 2012 - Stormasamt ár kveður Úrval gæðamynda frá ljósmyndurum Fréttablaðsins og Vísis. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. 31.12.2012 18:00
Brennur falla niður Áramótabrenna í Mývatnssveit fellur niður vegna veðurs í kvöld og frestast fram á annað kvöld. Þá hefst hún klukkan 21:00 en þá fer einnig fram flugeldasýning björgunarsveitarinnar. 31.12.2012 15:55
Of monsters and men og Agnes menn ársins Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni. 31.12.2012 15:49
Of Monsters and men líka menn ársins Hljómsveitin Of Monsters and men er einnig menn ársins hjá Stöð 2. Það er óhætt að segja að hljómsveitin hafi farið sigurför um allan heim en afrek þeirra á alþjóðlegum tónlistarvettvangi hefur verið með ólíkindum. Þau segja sjálf að þau hafi ekkert breyst þrátt fyrir velgengni sína. 31.12.2012 15:42
Agnes maður ársins Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er annar maður ársins hjá Stöð 2. Hún er fyrsti kvenbiskupinn í þúsund ára sögu kirkjunnar hér á landi, en 110 karlmenn hafa farið með þetta embætti á undan henni. 31.12.2012 15:05
Vegurinn til Flateyrar lokaður vegna snjóflóðahættu Vegna snjóflóðahættu eru vegurinn til Flateyrar lokaður samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Einnig eru vegirnir á milli Ísafjarðar og Súðavíkur, úr Fljótum um Siglufjarðarveg til Siglufjarðar og frá Dalvík til Ólafsfjarðar lokaðar og verða það allavega til morguns. 31.12.2012 14:58
Bjarni um skuldamál heimilanna: Vill ábyrg loforð "Ég held að það skipti miklu máli að sýna ábyrgð í þessum málaflokki,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíldinni þegar hann var spurður hvað flokkur hans vildi gera í skuldamálum heimilanna. 31.12.2012 14:49
Kryddsíldin: Sýndum styrk með því að samþykkja fjárlagafrumvarpið "Ég er sáttur við árið 2012, og þrátt fyrir gasprið þá sýndi ríkisstjórnin styrk sinn með því að klára fjárlagafrumvarpið,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um árið sem er að líða í kryddsíldinni á Stöð 2, þegar hann var spurður um það hvernig hann liti á árið sem væri að líða. 31.12.2012 14:18
Röð í ríkið - nær árlegur viðburður Það er nær orðið árlegur viðburður að þyrstir standi í röð við ríkið þegar þeir reyna að nálgast áfengið fyrir áramótin. 31.12.2012 13:25
Kryddsíldin 2012 á Vísi Kryddsíldin hefst klukkan 14:00 á Stöð 2 í dag. Athygli er vakin að Kryddsíldin verður í ólæstri dagskrá eins og undanfarin ár. Þar munu leiðtogar þingflokkana fara yfir árið. Fréttamennirnir Lóa Pind Aldísardóttir, Edda Andrésdóttir og Kristján Már Unnarsson munu stjórna umræðunum. 31.12.2012 13:17
Guðfríður Lilja segir af sér Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, lætur af þingmennsku um áramótin. 31.12.2012 13:03
Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það. 31.12.2012 12:55
Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli aflétt Rýmingu á Ísafjarðarflugvelli var aflétt í morgun samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Veður mun eiga að ganga niður eftir hádegið og verður hægt batnandi fram á morgundag, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 31.12.2012 12:49
Reyna að ná samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ætlar að freista þess í dag að ná samkomulagi við þingmenn repúblikana um aðgerðir í efnahagsmálum til að koma í veg fyrir víðtækar skattahækkanir og niðurskurð í ríkisútgjöldum. 31.12.2012 12:40
Hættustigi aflétt að hluta til Hættustigi hefur verið aflýst á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi samkvæmt upplýsingum Almannavarna. Enn er ófært á milli flestra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum en verið er að moka veginn til Suðureyrar. 31.12.2012 12:18
Clinton með blóðtappa Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, greindist með blóðtappa í gær. Hún hefur því verið lögð á sjúkrahús en hún fékk aðsvif fyrr í mánuðinum og féll niður og fékk heilahristing við höggið samkvæmt frétt BBC. 31.12.2012 12:01
Fjölmargir rafmagnsstaurar brotnir Vinnuflokkur RARIK vann við viðgerð á rafmagnslínum við Neðri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu í nótt. Það var Steinþór Logi Arnarsson sem tók meðfylgjandi myndir af viðgerðunum en í ljós kom að það reyndust að minnsta kosti 9 staurar hafa brotnað í óveðrinu sem hefur geisað á svæðinu um helgina. 31.12.2012 11:33
Festi sig á brú - Garðar kom til bjargar Björgunarsveitin Garðar á Húsavík kom konu til bjargar sem hafði fest sig á fólksbíl á brúnni yfir Laxá. 31.12.2012 10:29
Rifbeinsbrotnaði eftir bíóferð Eitthvað var um hálkuslys í gærkvöldi og ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara varlega í færðinni. Þannig féll einstaklingur við á bifreiðastæði við Hyrjarhöfða í Reykjavík seint í gærkvöldi og er talið að hann hafi ökklabrotið sig. 31.12.2012 09:45