Innlent

Erill hjá lögreglunni í borginni í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um sexleytið var tilkynnt um að ölvaður maður væri að brjóta rúðu í íbúðarhúsnæði við Framnesveg.

Hann neitaði að gefa lögreglu upp nafn eða kennitölu þegar hún kom á vettvang og var hann vistaður í fangageymslu í nótt.

Þá voru fjórir til viðbótar stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Einn við Fiskislóð, annar við Borgartún, þriðji við Bröttukinnn og fjórði við Fellsmúla í Reykjavík. Allir fengu þeir að fara heim að skýrslutöku lokinni nema einn sem fékk að gista í fangageymslu lögreglunnar og verða því tveir yfirheyrðir þegar víman er runnin af þeim.

Þá hafði lögreglan afskipti af pari í Vesturbæ Reykjavíkur en í íbúð þeirra fundust nokkrar kannabisplöntur sem voru haldlagðar. Parið var frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×