Innlent

Litlu munaði að það kviknaði í leikskóla

Betur fór en á horfði þegar vegfarandi varð var við reyk í ruslagámi við leikskólann Finnmörk í Hveragerði um tvöleytið á nýársnótt.

Vegfarandinn kannaði hvaðan reykur kæmi nákvæmlega og uppgötvaði þá að eldurinn var í ruslagámnum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi er ljóst að þarna hefði geta orðið stórtjón ef eldurinn hefði ekki uppgötvast svona fljótt.

Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu réðu niðurlögum eldsins á stuttum tíma en skemmdir voru ekki miklar fyrir utan rúðu fyrir ofan gáminn sem hafði brotnað. Grunur er um að einhver hafi kveikt eld í ruslagámnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×