Innlent

Jólatréin hirt í Kópavogi og Hafnarfirði

Starfsmenn Kópavogs og Hafnarfjarðar munu fjarlægja jólatré bæjarbúa í byrjun næstu viku.

Starfsmenn Kópavogsbæjar munu hefja störf 7. janúar næstkomandi og munu hirða tré út vikuna. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið.

Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.

Tiltekin hefst degi síðar í Hafnarfirði, en tiltektin þar á bæ verður bundin við tvo daga, það er 9. janúar og þann 10. Þeir bæjarbúar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki hirt tré borgarbúa síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×