Innlent

Lögreglan skorar á ökumenn

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Lögreglan skorar á ökumenn landsins að leggja sitt af mörkum til að fækka umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu á árinu sem er að hefjast. Markmiðið er að fækka þeim um helming miðað við síðasta ár.

„Í ljósi þess að slík óhöpp má í mörgum tilvikum rekja til hraðaksturs, of stutts bils milli ökutækja eða annarrar óaðgæslu í umferð, er spurning hvort hægt sé að fækka þessum slysum með samstilltu átaki," segir lögreglan á heimasíðu sinni.

Samkvæmt tölum lögreglu varð að meðaltali eitt umferðarslys á dag á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári þar sem meiðsl urðu á vegfarendum. „Væri það til að mynda verðugt markmið að fækka slysum um helming, niður í eitt slys annan hvern dag á þessu ári? Að gera þá kröfu að hver ökumaður geri sitt svo aðrir megi komast heilir heim?" segir lögreglan.

Lögreglan hyggst kynna upplýsingar um fjölda slysa vikulega á árinu sem nú fer í hönd. Þá verður farið yfir mögulega ástæður þeirra og athugað hvaða ráðstafanir geta dugað til að koma í veg fyrir sams konar slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×