Innlent

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að eiga aðild að fjölda innbrota og þjófnaða úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri rennur út í dag. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni sem mun taka ákvörðun um framlengingu á varðhaldinu í dag. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 20. desember.

Mennirnir voru handteknir á Vesturlandsvegi að kvöldi 17. desember síðastliðins en þeir voru á leið til borgarinnar frá Akureyri. Nokkrum klukkutímum áður hafði verið tilkynnt um innbrot í tvö hús á Akureyri og bankað upp á í að minnsta kosti tveimur húsum til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×