Innlent

Lýsa aftur yfir snjóflóðahættu

BBI skrifar
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur ákveðið að lýsa aftur yfir snjóflóðahættu á Ísafirði og láta rýma hinn svonefnda reit 9 á Ísafirði og bæina Veðrá og Fremri-Breiðidal í Önundarfirði.

Á reit níu eru Grænigarður, Eyrarsteypa og Netagerð Vestfjarða, Seljaland 7, Seljalandsvegur (sumarhús,Grænigarður) og bílskúr.

Hættustigi vegna snjóflóða var aflýst í morgun á Vestfjörðum en því hefur nú verið lýst aftur yfir á ofangreindum stöðum.


Tengdar fréttir

Hættustigi vegna snjóflóða aflétt á öllum Vestfjörðum

Ákveðið hefur verið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða á reit 9 á Ísafirði, Höfða, Kirkjubæ, og Funa, svo og Fremri-Breiðadal, Veðrará og Kirkjubóli í Önundarfirði. Þar með er hættustigi vegna snjóðflóða aflýst á öllum svæðum á Vestfjörðum, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×