Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2025 08:25 Ákvörðun stjórnvalda vestanhafs um að leggja niður USAID hefur þegar haft veruleg áhrif á þá sem hafa reitt sig á aðstoð stofnunarinnar. Getty/Michel Lunanga Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Um er að ræða birgðir bandarísku hjálparstofnunarinnar USAID, sem ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur lagt niður. Getnaðarvörnunum, sem eru sagðar hafa verið í geymslu í Belgíu, hefði líkleg verið dreift í Afríku en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við AFP í vikunni að ákvörðun hefði verið tekin um að farga þeim. Innihald birgðanna liggur ekki ljóst fyrir en samkvæmt talsmanninum er ekki um að ræða smokka né lyf gegn HIV. Hann sagði förgunina myndu kosta um það bil 167 þúsund dollara en birgðirnar eru metnar á 9,7 milljónir dollara. Ýmis baráttusamtök hafa hvatt stjórnvöld í Belgíu og Frakklandi til að koma í veg fyrir að birgðunum verði fargað. Greint hefur verið frá því að það hafi staðið til að flytja þær frá Geel í Belgíu til Frakklands í brennslu en þetta hefur ekki fengist staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Stjórnvöld þar í landi segjast hins vegar fylgjast vel með þróun mála og að þau muni vinna með Belgum að því að koma í veg fyrir að getnaðarvörnunum verði eytt. Kynheilbrigði og réttur fólks til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um barneignir séu meðal forgangsmála í utanríkisstefnu Frakka. Alþjóðasamtökin MSI Reproductive Choices og The International Planned Parenthood Federation hafa boðist til þess að kaupa, endurpakka og dreifa getnaðarvörnunum en báðum hefur verið hafnað. Bandaríkin Frakkland Belgía Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Um er að ræða birgðir bandarísku hjálparstofnunarinnar USAID, sem ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur lagt niður. Getnaðarvörnunum, sem eru sagðar hafa verið í geymslu í Belgíu, hefði líkleg verið dreift í Afríku en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við AFP í vikunni að ákvörðun hefði verið tekin um að farga þeim. Innihald birgðanna liggur ekki ljóst fyrir en samkvæmt talsmanninum er ekki um að ræða smokka né lyf gegn HIV. Hann sagði förgunina myndu kosta um það bil 167 þúsund dollara en birgðirnar eru metnar á 9,7 milljónir dollara. Ýmis baráttusamtök hafa hvatt stjórnvöld í Belgíu og Frakklandi til að koma í veg fyrir að birgðunum verði fargað. Greint hefur verið frá því að það hafi staðið til að flytja þær frá Geel í Belgíu til Frakklands í brennslu en þetta hefur ekki fengist staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Stjórnvöld þar í landi segjast hins vegar fylgjast vel með þróun mála og að þau muni vinna með Belgum að því að koma í veg fyrir að getnaðarvörnunum verði eytt. Kynheilbrigði og réttur fólks til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um barneignir séu meðal forgangsmála í utanríkisstefnu Frakka. Alþjóðasamtökin MSI Reproductive Choices og The International Planned Parenthood Federation hafa boðist til þess að kaupa, endurpakka og dreifa getnaðarvörnunum en báðum hefur verið hafnað.
Bandaríkin Frakkland Belgía Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira