Fleiri fréttir

Þvertekur fyrir að hafa notað mannabein í kynferðislegum tilgangi

Héraðsdómurinn í Gautaborg mun í dag kveða upp dóm yfir 37 ára gamalli konu sem ákærð var fyrir vörslu á mannabeinum og að hafa raskað ró hinna látnu. Við aðalmeðferð í málinu hélt saksóknari því fram að konan hefði notað beinin í kynlífsathöfnum.

Sigurjón með 10 mál á sér

Sigurjón Árnason er með tíu mál á sér, sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, í fyrirtöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var tekið fyrir mál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað gegn Sigurjóni og Halldóri J. Kristjánssyni en bankinn krefst 37 milljarða króna frá hvorum. Hann hefur líka stefnt Elínu Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri hjá bankanum fyrir hrun, en síðan bankastjóri um skeið. Auk þeirra þriggja hefur bankinn stefnt nokkrum félögum sem bankinn var í viðskiptum við.

Íslendingar endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu

Íslendingar eiga fulltrúa á lista á vefsíðunni buzzfeed.com sem 1,2 milljónir manna hafa deilt á Facebook og 35 þúsund sett á Twitter-síðu sína. Listinn ber einfaldlega titilinn: "26 augnablik sem að endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu.“

Fundað um þinglok

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum núna klukkan tíu um þinglokin. Enn hefur ekki náðst samkomulag um þau en fundað var um málið um helgina en án árangurs. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ljóst sé að fjárlögin þurfi að klárast fyrir áramót en önnur mál geti beðið fram á nýtt ár.

Framhaldsskólakennurum með réttindi fjölgar stöðugt

Alls höfðu 86,3% starfsmanna við kennslu í framhaldsskólum í nóvember í fyrra kennsluréttindi. Hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar um starfsfólk í framhaldsskólum hófst fyrir rúmlega áratug.

Víða hefur snjóað norðaustanlands

Víða hefur snjóað norðaustanlands í nótt en þó ekki svo mikið að færð hafi spillst, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Það snjóaði til dæmis töluvert á Akureyri og er þar hálka á götum.

Sundlaugavegur lokaður í dag

Sundlaugavegur í Reykjavík verður lokaður á milli Reykjavegar og Dalbrautar frá klukkan níu til klukkan þrjú í dag vegna viðgerða á götunni.

Danskir fjölmiðlar: Heimsendir blásinn af

"Heimsendir blásinn af“ var vinsæl fyrirsögn í dönskum fjölmiðlum um helgina. Þar var vitnað í Jesper Nielsen, helsta sérfræðing Dana í menningu Maja.

Mannréttindastofnun verður komið á fót

Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum.

Vildi Hitler á frímerki en fékk ekki

„Þetta er mjög vinsælt, en þetta er náttúrulega lúxusvara og það þarf að borga meira fyrir frímerkið,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, en hægt er að láta prenta frímerki eftir fjölskyldumyndum eða hvaða myndum sem verða vill. „Þetta gefur extra „töts“ á umslagið og gerir það persónulegra. Það er merkilegt að vera á frímerki.“

Formúlubílar, börn og dýr á frímerkin

fólkEf marka má númerastandinn í pósthúsinu í Austurstræti eru frímerkjasafnarar burðarás í starfsemi Íslandspósts. Þar eru tveir valkostir í boði þegar númer er tekið fyrir þjónustu; almenn þjónusta og frímerkjasafnarar.

Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út

"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma,“ segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu.

Tíminn verður notaður í frekara samráð

Umhverfisráðherra hefur framlengt frest til að sækja um undanþágu frá ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar. Fresturinn átti að renna út um áramót en nú verður hægt að fá undanþágu til 15. apríl næstkomandi.

Abe kominn með meirihluta

Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna Japan eftir að flokkur hans, Lýðræðislegi demókrataflokkurinn, hlaut þingmeirihluta í kosningum sem haldnar voru um helgina. Abe var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2007 en síðan þá hafa sex forsætisráðherrar setið í Japan. Abe heitir því að standa harður gegn Kínverjum í deilum ríkjanna um yfirráð yfir smáeyjum í hafinu á milli þeirra.-

Ríkinu hótað dómsmáli

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peningaþvætti. Verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

Katrín heldur ekki jólin með bresku konungsfjölskyldunni

Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, mun ekki geta haldið jólin hátíðlega með bresku konungsfjölskyldunni í ár vegna morgunógleði sinnar. Í staðinn mun Katrín verða heima hjá foreldrum sínum í Berkshire.

Hætta vegna misvísandi merkinga

Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.

Fólk lifir almennt lengur en er veikara

Í flestum löndum heims hefur dregið mjög úr barnadauða og fólk lifir almennt lengur nú en fyrir 20 árum. Hins vegar glímir fólk frekar við sjúkdóma og fatlanir. Þetta eru niðurstöðurnar úr umfangsmestu rannsókn á lífslíkum, sjúkdómum og dánarorsökum jarðarbúa sem gerð hefur verið.

Fimmtíu ára aldursmunur á Berlusconi og nýju unnustunni

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag að hann hefði trúlofast ástkonu sinni, hinni 27 ára gömlu Francesca Pascale. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað ungfrúin er 50 árum yngri en Berlusconi.

Líkir skrautinu sínu við Mustang

„Ef þú kaupir þér Mustang þá ertu ekki að hugsa um hversu miklu hann eyðir" segir metnaðarfullur Suðurnesjamaður um jólaskrautið sitt.

Fá mál afgreidd á þingi

Alls hefur ríkisstjórnin lagt fram 110 þingmál frá því þingstörf hófust í haus en aðeins 11 eru afgreidd.

Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin

Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir:

Jón Ásgeir gaf Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína

Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum.

Sjá næstu 50 fréttir