"Þetta á maður aldrei eftir að sjá aftur“ Breki Logason skrifar 16. desember 2012 20:23 „Þetta er eitthvað sem ég held að maður eigi aldrei eftir að sjá aftur," segir skipverji á Arnari SH 157 sem fékk risa hnúfubak í veiðafærin fyrir helgi. Hvalurinn tók með sér helminginn af veiðafærunum en strákarnir á bátnum segja þetta hafa verið mikið ævintýri. Þetta myndband tók Hjálmar Ingi Magnússon í vikunni en hann var þar ásamt félögum sínum að draga inn þriggja daga skötuselsnet á Breiðafirði þegar hnúfubakurinn kom í ljós. Skipstjórinn á Haukaberginu hafði reyndar séð hann vera að dóla í kringum færin, og því hefur hann líklega fest sig fljótlega eftir að netin voru lögð. „Yfirleitt fær maður ekki stórhveli í net því venjulega rífa þau sig laus bara laus," segir Hjálmar. Hjálmar segir dýrið líklega hafa verið 10-13 metra langt en til samanburðar er Arnar, sem er þrjátíu tonna plastbátur, ekki nema fimmtán metra langur. Hjálmar segir aldrei neina hættu hafa skapast en menn hafi litið á þetta sem mikið ævintýri. Hann hafi þó ollið töluverðu tjóni á veiðafærum. Ætlunin hafi alltaf verið að losa hvalinn, en að lokum hafi hann séð um það sjálfur. Þeim aðgerðum lýsir Hjálmar á þessa leið. „Þá snýr hann sér tvisvar þrisvar og slítur allt saman. Höggið var svo mikið. Hann maskar sko, brýtur rótorinn í netaspilinu sem er inni á miðjum bát og beygir svo járnrúlluna sem sést á myndbandinu. Þetta var ótrúlegt. Þetta var eitthvað sem ég held maður eigi aldrei eftir að sjá aftur." Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem ég held að maður eigi aldrei eftir að sjá aftur," segir skipverji á Arnari SH 157 sem fékk risa hnúfubak í veiðafærin fyrir helgi. Hvalurinn tók með sér helminginn af veiðafærunum en strákarnir á bátnum segja þetta hafa verið mikið ævintýri. Þetta myndband tók Hjálmar Ingi Magnússon í vikunni en hann var þar ásamt félögum sínum að draga inn þriggja daga skötuselsnet á Breiðafirði þegar hnúfubakurinn kom í ljós. Skipstjórinn á Haukaberginu hafði reyndar séð hann vera að dóla í kringum færin, og því hefur hann líklega fest sig fljótlega eftir að netin voru lögð. „Yfirleitt fær maður ekki stórhveli í net því venjulega rífa þau sig laus bara laus," segir Hjálmar. Hjálmar segir dýrið líklega hafa verið 10-13 metra langt en til samanburðar er Arnar, sem er þrjátíu tonna plastbátur, ekki nema fimmtán metra langur. Hjálmar segir aldrei neina hættu hafa skapast en menn hafi litið á þetta sem mikið ævintýri. Hann hafi þó ollið töluverðu tjóni á veiðafærum. Ætlunin hafi alltaf verið að losa hvalinn, en að lokum hafi hann séð um það sjálfur. Þeim aðgerðum lýsir Hjálmar á þessa leið. „Þá snýr hann sér tvisvar þrisvar og slítur allt saman. Höggið var svo mikið. Hann maskar sko, brýtur rótorinn í netaspilinu sem er inni á miðjum bát og beygir svo járnrúlluna sem sést á myndbandinu. Þetta var ótrúlegt. Þetta var eitthvað sem ég held maður eigi aldrei eftir að sjá aftur."
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira