Innlent

"Þetta á maður aldrei eftir að sjá aftur“

Breki Logason skrifa

„Þetta er eitthvað sem ég held að maður eigi aldrei eftir að sjá aftur," segir skipverji á Arnari SH 157 sem fékk risa hnúfubak í veiðafærin fyrir helgi. Hvalurinn tók með sér helminginn af veiðafærunum en strákarnir á bátnum segja þetta hafa verið mikið ævintýri.

Þetta myndband tók Hjálmar Ingi Magnússon í vikunni en hann var þar ásamt félögum sínum að draga inn þriggja daga skötuselsnet á Breiðafirði þegar hnúfubakurinn kom í ljós. Skipstjórinn á Haukaberginu hafði reyndar séð hann vera að dóla í kringum færin, og því hefur hann líklega fest sig fljótlega eftir að netin voru lögð.

„Yfirleitt fær maður ekki stórhveli í net því venjulega rífa þau sig laus bara laus," segir Hjálmar.

Hjálmar segir dýrið líklega hafa verið 10-13 metra langt en til samanburðar er Arnar, sem er þrjátíu tonna plastbátur, ekki nema fimmtán metra langur.

Hjálmar segir aldrei neina hættu hafa skapast en menn hafi litið á þetta sem mikið ævintýri. Hann hafi þó ollið töluverðu tjóni á veiðafærum. Ætlunin hafi alltaf verið að losa hvalinn, en að lokum hafi hann séð um það sjálfur. Þeim aðgerðum lýsir Hjálmar á þessa leið.

„Þá snýr hann sér tvisvar þrisvar og slítur allt saman. Höggið var svo mikið. Hann maskar sko, brýtur rótorinn í netaspilinu sem er inni á miðjum bát og beygir svo járnrúlluna sem sést á myndbandinu. Þetta var ótrúlegt. Þetta var eitthvað sem ég held maður eigi aldrei eftir að sjá aftur."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.