Mannréttindastofnun verður komið á fót 17. desember 2012 06:30 Ögmundur Jónasson segist tilbúinn að skoða allar hugmyndir um form á nýju stofnuninni, meðal annars að byggja á Mannréttindaskrifstofu. Álfheiður Ingadóttir vill útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis. fréttablaðið/valli Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira