Líkir skrautinu sínu við Mustang Hugrún Halldórsdóttir skrifar 16. desember 2012 20:49 „Ef þú kaupir þér Mustang þá ertu ekki að hugsa um hversu miklu hann eyðir" segir Suðurnesjamaðurinn Grétar Ólafsson um einar veglegustu skreytingar landsins og rafmagnsreikninginn sem hann fær að lokinni jólahátíð. Hugrún Halldórsdóttir og Baldur Hrafnkell myndatökumaður kynntu sér dýrðir þeirra sem keppa um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar í morgun. Það má segja að Reykjanesbær sé jólabær okkar Íslendinga en þar eru húsin hver öðrum flottari. Þetta hús, að Týsvöllum 1, er á meðal þeirra tíu sem koma til greina í keppninni ár en eins ótrúlegt og það hljómar þá var það hannað með jólaskreytingar í huga.Hvað eru þetta margar perur, veistu það? „Tja, tuttugu til tuttugu og tvö þúsund," segir Grétar Ólafsson, eigandi Ljósahúss Reykjanesbæjar 2011Og hvað tekur langan tíma að setja þetta allt upp? „Þetta hefur tekið mig viku að setja upp en í ár var ég heila fjóra daga frá morgni til kvölds, enda fékk ég góða hjálp frá stráknum mínum og tengdasyni."Hvernig er það að eyða fjórum dögum í þetta? „Það er bara æði. Þetta er mitt hobbý í desember. Ég spila ekki golf, ég horfi á fótbolta og skreyti." Húsið laðar skiljanlega marga að en á hverju kvöldi í kringum miðnætti koma þrjár til fjórar rútur fullar af forvitnum ferðamönnum til Grétars. „Svo koma leikskólarnir milli 8:00 og 9:00 og fá að labba hérna um garðinn," segir Grétar. Hægt verður að kjósa um ljósahús Reykjanesbæjar á vef víkurfrétta þar til á miðnætti en þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á því sérstök nefnd hefur hingað til valið sigurvegarann. „Ég sagði reyndar núna að þetta væri síðasta árið sem ég myndi skreyta, ég ætla að minnka þetta. Ég er farinn að kvíða aðeins fyrir þessu. Ég er náttúrulega orðinn eldri en ég var fyrir 16 árum, þetta kemur bara í ljós," segir Grétar.En það verður ljúft að vinna í ár ef þetta verður síðasta árið? „Það er alltaf ljúft að vinna og ég hef mikið keppnisskap." Grétar segir að verðlaunafé fari í rafmagnsreikninginn sem skreytingar af þessum toga kosta. „Þetta er 30 þúsund kall sem þú færð upp í hann," segir hann.Er það að dekka allt? „Veistu ég veit það ekki, ég hef aldrei pælt í því. Menn spyrja mig oft hvað þetta kosti og ég bara segi ég hef ekki hugmynd. Ef þú kaupir þér Mustang þá pælirðu ekki í því hverju hann eyðir," segir Grétar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Ef þú kaupir þér Mustang þá ertu ekki að hugsa um hversu miklu hann eyðir" segir Suðurnesjamaðurinn Grétar Ólafsson um einar veglegustu skreytingar landsins og rafmagnsreikninginn sem hann fær að lokinni jólahátíð. Hugrún Halldórsdóttir og Baldur Hrafnkell myndatökumaður kynntu sér dýrðir þeirra sem keppa um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar í morgun. Það má segja að Reykjanesbær sé jólabær okkar Íslendinga en þar eru húsin hver öðrum flottari. Þetta hús, að Týsvöllum 1, er á meðal þeirra tíu sem koma til greina í keppninni ár en eins ótrúlegt og það hljómar þá var það hannað með jólaskreytingar í huga.Hvað eru þetta margar perur, veistu það? „Tja, tuttugu til tuttugu og tvö þúsund," segir Grétar Ólafsson, eigandi Ljósahúss Reykjanesbæjar 2011Og hvað tekur langan tíma að setja þetta allt upp? „Þetta hefur tekið mig viku að setja upp en í ár var ég heila fjóra daga frá morgni til kvölds, enda fékk ég góða hjálp frá stráknum mínum og tengdasyni."Hvernig er það að eyða fjórum dögum í þetta? „Það er bara æði. Þetta er mitt hobbý í desember. Ég spila ekki golf, ég horfi á fótbolta og skreyti." Húsið laðar skiljanlega marga að en á hverju kvöldi í kringum miðnætti koma þrjár til fjórar rútur fullar af forvitnum ferðamönnum til Grétars. „Svo koma leikskólarnir milli 8:00 og 9:00 og fá að labba hérna um garðinn," segir Grétar. Hægt verður að kjósa um ljósahús Reykjanesbæjar á vef víkurfrétta þar til á miðnætti en þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á því sérstök nefnd hefur hingað til valið sigurvegarann. „Ég sagði reyndar núna að þetta væri síðasta árið sem ég myndi skreyta, ég ætla að minnka þetta. Ég er farinn að kvíða aðeins fyrir þessu. Ég er náttúrulega orðinn eldri en ég var fyrir 16 árum, þetta kemur bara í ljós," segir Grétar.En það verður ljúft að vinna í ár ef þetta verður síðasta árið? „Það er alltaf ljúft að vinna og ég hef mikið keppnisskap." Grétar segir að verðlaunafé fari í rafmagnsreikninginn sem skreytingar af þessum toga kosta. „Þetta er 30 þúsund kall sem þú færð upp í hann," segir hann.Er það að dekka allt? „Veistu ég veit það ekki, ég hef aldrei pælt í því. Menn spyrja mig oft hvað þetta kosti og ég bara segi ég hef ekki hugmynd. Ef þú kaupir þér Mustang þá pælirðu ekki í því hverju hann eyðir," segir Grétar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira