Fleiri fréttir

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB fyrir 2015

Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir næstu þingkosningar árið 2015, um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann ætti að búa sig undir það að Bretar yfirgefi sambandið.

Von á fimm þúsund gestum í jarðarförina

Jacintha Saldanha, hjúkrunarfræðingurinn sem svipti sig lífi eftir að hafa orðið fyrir barðinu á símahrekk ástralskra útvarpsmanna, verður jörðuð á morgun.

"Hommafælni er hatur"

„Við ættum ekki að líta á hommafælni sem ótta," segir Jón Gnarr.

Hálka víða á landinu

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á landinu í dag og snjóþekja á Vestfjörðum og um austanvert land.

Börnin sem dóu voru sex og sjö ára gömul

Yfirvöld birtu núna í kvöld nöfn þeirra 26 einstaklinga sem fórust í gær þegar óður byssumaður gekk berserksgang í grunnskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. AP fréttastofan greinir frá því að allir þeir sex fullorðnu einstaklingar sem voru drepnir voru konur. Af þeim tuttugu börnum sem voru myrt, voru átta drengir og tólf stúlkur. Öll voru börnin sex og sjö ára gömul. Yfirvöld vinna nú að því að afla frekari upplýsinga um hinn 20 ára gamla Adam Lanza sem myrti börnin, en hann fyrirfór sér eftir að hann framdi ódæðið.

Telur gildi rammaáætlunar ógnað

Forseti ASÍ gagnrýnir það harðlega að ekki hafi verið farið eftir tillögum sérfræðinganefndar að rammaáætlun heldur hafi stjórnvöld breytt tillögunum eftir á.

Er milljónamæringur eftir kvöldið

Heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og hlýtur í vinning tæplega fimm og hálfa milljón króna.

Áhugi á garðyrkjunámi eykst

Enginn hafði áhuga á að læra ylrækt fyrir nokkrum árum en nú hefur dæmið heldur betur snúist við því 12 nemendur eru í slíku námi í dag.

Þröngvaði sér inn í skólann

"Það lítur út fyrir að honum hafi fyrst verið meinaður aðgangur en hann hafi þá ruðst inn," segir lögregla.

Tíu þúsund manns fórust í skotárásum í Bandaríkjunum í fyrra

Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.

Mandela fór í gallsteinaaðgerð

Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, fór í gallsteinaaðgerð í morgun. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku gaf út yfirlýsingu um þetta í morgun. Aðgerðin heppnaðist vel og Mandela er á batavegi. Mandela, sem er 94 ára gamall, var lagður inn á spítala á laugardaginn með sýkingu í lunga. Rannsóknir leiddu í ljós að hann var með gallsteina og læknar ákváðu að fjarlægja þá um leið og hann hefði jafnað sig á sýkingunni.

Þrír fluttir á slysadeild eftir fjallgöngu

Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að þeir hrösuðu í göngu við Vatnshlíðarhorn, nærri Kleifarvatni. Hópur fólks var þar í göngu í morgun. Ekki er talið að meiðsl fólksins séu alvarleg og mun fólkið hafa komist sjálft niður fjallið og á bílaplan þar sem sjúkrabíll var til taks. Fjallabíll sjúkraliðsins var sendur af stað til aðstoðar en ekki reyndist nauðsynlegt að nota hann.

Búist við stormi syðst á landinu

Vaxandi vindur er suðaustan til, og má búast við stormi við syðst á landinu og suðaustan til í dag, einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, einkum í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í dag og fram á kvöld.

Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól

Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum.

Tölvuþrjótar undirbúa árás á bandaríska banka

Fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað banka þar í landi við því að hópur rússneskra tölvuþrjóta sé að undirbúa viðamikla árás á þá. Ætlunin er að stela milljónum af dollurum frá bönkunum sjálfum sem og viðskiptavinum þeirra.

Atkvæðagreiðslan hafin

Egyptar ganga í dag til atkvæða um nýja stjórnarskrá landsins en gríðarleg öryggisgæsla er á kjörstöðum.

Margir mynduðu sjónarspilið

Síðustu tvö kvöld hefur verið loftsteinaregn á austurhimni og lesendur Vísis hafa verið iðnir við að senda inn myndir af sjónarspilinu.

Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn

Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook.

Sjá næstu 50 fréttir