Innlent

Fá mál afgreidd á þingi

BBI skrifar
Af 92 lagafrumvörpum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frá því þingstörf hófust í haust hafa aðeins 9 þeirra verið samþykkt. Hin 83 eru ennþá í meðförum þingsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Alls hefur stjórnin lagt fram 110 þingmál frá því þingstörf hófust. Þar af eru lagafrumvörp 92 en önnur þingmál 18. Af þessum málum eru 99 ennþá óafgreidd.

Þingstörfin hófust 11. september með umfjöllun um fjárlög næsta árs en þau bíða nú þriðju umræðu og nauðsynlegt er að afgreiða þau fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×