Lykillinn að setja sjálfa sig ekki í fyrsta sæti Gunnar Reynir skrifar 16. desember 2012 20:15 Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður telur að það muni ganga vel fyrir hið nýja stjórnmálaafl að vinna með gömlu flokunum á þingi, nái þau á annað borð fólki inn í næstu kosningum. Hún segir að flokkurinn ætli að láta verkin tala. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær mun Björt Ólafsdóttir leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Björt hefur ekki komið að stjórnmálastarfi áður en hún hefur verið formaður Geðhjálpar undanfarin tvö ár. Hún segir að með Bjartri Framtíð starfi einstaklingar sem vilja nýja nálgun í stjórnmálin. „Með samvinnu, jöfnuð og ábyrgð að leiðarljósi, vinna að betri framtíð fyrir Ísland," segir Björt. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist Björt framtíð með um átta prósenta fylgi og er eina nýja stjórnmálaaflið sem nær mönnum á þing. Hvernig leggst það í Björt, komist hún á þing, að fara að vinna með þeim flokkum sem þar eru fyrir á fleti? „Það er gott fólk alls staðar og ég held að það sé einmitt lykillinn hjá Bjartri Framtíð, það er þessi samvinna. Að setja sjálfa sig ekki endilega í fyrsta sæti heldur átta sig á að þeir sem eru kosnir á þing eru þar til þess að vinna saman í þessum mikilvægu málum öllum," segir Björt. Það er margt sem tengir Bjarta framtíð við Besta flokkinn í Reykjavík og Björt er ánægð með það. „Ég var mjög hrifin af því hvernig Besti flokkurinn kom öllum að óvörum með ákveðna kaldhæðni en sannleiksgildi þar að baki. Jú við getum lofað öllu fögru, en svo verða bara verkin að tala. Ég held að verkin hafi talað nokkuð vel þar og vona að það verði eins hjá Bjartri framtíð," segir hún. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður telur að það muni ganga vel fyrir hið nýja stjórnmálaafl að vinna með gömlu flokunum á þingi, nái þau á annað borð fólki inn í næstu kosningum. Hún segir að flokkurinn ætli að láta verkin tala. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær mun Björt Ólafsdóttir leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Björt hefur ekki komið að stjórnmálastarfi áður en hún hefur verið formaður Geðhjálpar undanfarin tvö ár. Hún segir að með Bjartri Framtíð starfi einstaklingar sem vilja nýja nálgun í stjórnmálin. „Með samvinnu, jöfnuð og ábyrgð að leiðarljósi, vinna að betri framtíð fyrir Ísland," segir Björt. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist Björt framtíð með um átta prósenta fylgi og er eina nýja stjórnmálaaflið sem nær mönnum á þing. Hvernig leggst það í Björt, komist hún á þing, að fara að vinna með þeim flokkum sem þar eru fyrir á fleti? „Það er gott fólk alls staðar og ég held að það sé einmitt lykillinn hjá Bjartri Framtíð, það er þessi samvinna. Að setja sjálfa sig ekki endilega í fyrsta sæti heldur átta sig á að þeir sem eru kosnir á þing eru þar til þess að vinna saman í þessum mikilvægu málum öllum," segir Björt. Það er margt sem tengir Bjarta framtíð við Besta flokkinn í Reykjavík og Björt er ánægð með það. „Ég var mjög hrifin af því hvernig Besti flokkurinn kom öllum að óvörum með ákveðna kaldhæðni en sannleiksgildi þar að baki. Jú við getum lofað öllu fögru, en svo verða bara verkin að tala. Ég held að verkin hafi talað nokkuð vel þar og vona að það verði eins hjá Bjartri framtíð," segir hún.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira