Lykillinn að setja sjálfa sig ekki í fyrsta sæti Gunnar Reynir skrifar 16. desember 2012 20:15 Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður telur að það muni ganga vel fyrir hið nýja stjórnmálaafl að vinna með gömlu flokunum á þingi, nái þau á annað borð fólki inn í næstu kosningum. Hún segir að flokkurinn ætli að láta verkin tala. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær mun Björt Ólafsdóttir leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Björt hefur ekki komið að stjórnmálastarfi áður en hún hefur verið formaður Geðhjálpar undanfarin tvö ár. Hún segir að með Bjartri Framtíð starfi einstaklingar sem vilja nýja nálgun í stjórnmálin. „Með samvinnu, jöfnuð og ábyrgð að leiðarljósi, vinna að betri framtíð fyrir Ísland," segir Björt. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist Björt framtíð með um átta prósenta fylgi og er eina nýja stjórnmálaaflið sem nær mönnum á þing. Hvernig leggst það í Björt, komist hún á þing, að fara að vinna með þeim flokkum sem þar eru fyrir á fleti? „Það er gott fólk alls staðar og ég held að það sé einmitt lykillinn hjá Bjartri Framtíð, það er þessi samvinna. Að setja sjálfa sig ekki endilega í fyrsta sæti heldur átta sig á að þeir sem eru kosnir á þing eru þar til þess að vinna saman í þessum mikilvægu málum öllum," segir Björt. Það er margt sem tengir Bjarta framtíð við Besta flokkinn í Reykjavík og Björt er ánægð með það. „Ég var mjög hrifin af því hvernig Besti flokkurinn kom öllum að óvörum með ákveðna kaldhæðni en sannleiksgildi þar að baki. Jú við getum lofað öllu fögru, en svo verða bara verkin að tala. Ég held að verkin hafi talað nokkuð vel þar og vona að það verði eins hjá Bjartri framtíð," segir hún. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður telur að það muni ganga vel fyrir hið nýja stjórnmálaafl að vinna með gömlu flokunum á þingi, nái þau á annað borð fólki inn í næstu kosningum. Hún segir að flokkurinn ætli að láta verkin tala. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær mun Björt Ólafsdóttir leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum. Björt hefur ekki komið að stjórnmálastarfi áður en hún hefur verið formaður Geðhjálpar undanfarin tvö ár. Hún segir að með Bjartri Framtíð starfi einstaklingar sem vilja nýja nálgun í stjórnmálin. „Með samvinnu, jöfnuð og ábyrgð að leiðarljósi, vinna að betri framtíð fyrir Ísland," segir Björt. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist Björt framtíð með um átta prósenta fylgi og er eina nýja stjórnmálaaflið sem nær mönnum á þing. Hvernig leggst það í Björt, komist hún á þing, að fara að vinna með þeim flokkum sem þar eru fyrir á fleti? „Það er gott fólk alls staðar og ég held að það sé einmitt lykillinn hjá Bjartri Framtíð, það er þessi samvinna. Að setja sjálfa sig ekki endilega í fyrsta sæti heldur átta sig á að þeir sem eru kosnir á þing eru þar til þess að vinna saman í þessum mikilvægu málum öllum," segir Björt. Það er margt sem tengir Bjarta framtíð við Besta flokkinn í Reykjavík og Björt er ánægð með það. „Ég var mjög hrifin af því hvernig Besti flokkurinn kom öllum að óvörum með ákveðna kaldhæðni en sannleiksgildi þar að baki. Jú við getum lofað öllu fögru, en svo verða bara verkin að tala. Ég held að verkin hafi talað nokkuð vel þar og vona að það verði eins hjá Bjartri framtíð," segir hún.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira