Innlent

Angelina Jolie hitti sýrlenska flóttamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angelina Jolie
Angelina Jolie
Angelina Jolie, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og Hollywoodleikkona, fór að landamærum Jórdaníu og Sýrlands í fyrrinótt til þess að hitta stríðshrjáða sýrlenska flóttamenn sem höfðu komist yfir til Jórdaníu.

„Ég sá hundruð þúsunda Sýrlenda sem höfðu flúið bardagana og voru í örvæntingafullri leit að öryggi," sagði Jolie í gær, en þetta er önnur ferð hennar á svæðið á þriggja mánaða tímabili.

Tæplega hálf milljón manna Sýrlendinga hefur flúið heimili sín og hafa verið skráðir sem flóttamenn í nágrannaríkjunum síðan bardaginn hófst, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Hundruð þúsunda til viðbótar hafa flúið en eru ekki skráðir sem flóttamenn. Búist er við því að þeir muni gefa sig fram við stjórnvöld nágrannaríkjanna á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×