Innlent

Aftur ekið á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekið var á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi um tvöleytið í dag. Það var sextán ára gamall unglingur sem varð fyrir bílnum, en hann slapp lítt meiddur. Mest fann hann fyrir eymslum í baki, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum.

Þetta er í annað sinn sem ekið er á gangandi vegfaranda á Nýbýlavegi í dag, en ekið var á roskna konu þar um klukkan níu í morgun. Hún var flutt þungt haldin á slysadeild.

Þá varð nokkuð harður árekstur á Miklubraut eftir hádegi í dag. Einn maður var fluttur á slysadeild. Sjúkraflutningamaður sem Vísir talaði við hafði ekki upplýsingar um það hvort um hafi verið að ræða tveggja eða þriggja bíla árekstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×