Óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum 7. desember 2012 07:00 Merkar fornminjar fundust í uppgreftri á Steinsstöðum í Tungusveit sumarið 2008, sem leiddu í ljós grafreit þar sem kristnir menn höfðu verið lagðir til hinstu hvílu. Engar ritaðar heimildir eru um kirkju þarna. Fornleifafræðingafélag Íslands (FFÍ) óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum verði lög um menningarminjar samþykkt um áramót. Ekki er gert ráð fyrir neinum framlögum til fornleifarannsókna í fjárlögum næsta árs og hafa styrkir til greinarinnar dregist saman um 60 prósent frá árinu 2008. Hin nýju lög kveða á um að Fornminjasjóður skuli taka að sér mun víðara hlutverk en áður, eins og báta- og skipaviðgerðir, og verður vinna að stefnumótun í minjavörslu greidd úr honum að hluta. Þrátt fyrir það eru framlög minnkuð um 30 prósent á sama tíma. Ármann Guðmundsson, formaður félagsins, segir framtíð greinarinnar hér á landi einkennast af mikilli óvissu vegna þessa. „Sjóðurinn var eyrnamerktur þessari vísindagrein og tengdum rannsóknum, en nú getur stjórn sjóðsins ákveðið að dæla fjármagni í verkefni sem tengjast fornleifafræði í raun og veru ekki neitt,“ segir hann. „Óvissan er líka óþolandi. Það er ekkert komið til móts við okkur í þessari gríðarlegu útvíkkun á hlutverkasviði sjóðsins og það er ekki hægt að sætta sig við það.“ Ármann bendir á að frá árinu 2008 hafi mikið af jákvæðum áhrifum fornleifarannsókna á menningu og atvinnulífi komið í ljós, meðal annars með útgáfum og uppbyggingu nýrra ferðamannastaða. „Menningartúrismi er í vexti hér á landi og fornleifarannsóknir eru partur af þeirri velgengni,“ segir hann. „Það skýtur skökku við að það eigi alltaf að dæla fólki inn í landið án þess að bjóða því upp á eitthvað. Ég var að vinna á Alþingisreitnum í sumar og það var gott dæmi um hversu mikill áhugi ferðamanna er á fornleifum. Leiðsagnarleiðangrar þar voru fullir á hverjum degi.“ Í ályktun FFÍ segir að fornleifafræðingar séu uggandi yfir stöðunni þar sem sjóðurinn sé eini beini styrktarsjóður fornleifarannsókna hér á landi. Áframhaldandi niðurskurður muni takmarka atvinnumöguleika stéttarinnar enn frekar og með þessari breytingu séu forsendur til fornleifarannsókna á Íslandi brostnar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fornleifafræðingafélag Íslands (FFÍ) óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum verði lög um menningarminjar samþykkt um áramót. Ekki er gert ráð fyrir neinum framlögum til fornleifarannsókna í fjárlögum næsta árs og hafa styrkir til greinarinnar dregist saman um 60 prósent frá árinu 2008. Hin nýju lög kveða á um að Fornminjasjóður skuli taka að sér mun víðara hlutverk en áður, eins og báta- og skipaviðgerðir, og verður vinna að stefnumótun í minjavörslu greidd úr honum að hluta. Þrátt fyrir það eru framlög minnkuð um 30 prósent á sama tíma. Ármann Guðmundsson, formaður félagsins, segir framtíð greinarinnar hér á landi einkennast af mikilli óvissu vegna þessa. „Sjóðurinn var eyrnamerktur þessari vísindagrein og tengdum rannsóknum, en nú getur stjórn sjóðsins ákveðið að dæla fjármagni í verkefni sem tengjast fornleifafræði í raun og veru ekki neitt,“ segir hann. „Óvissan er líka óþolandi. Það er ekkert komið til móts við okkur í þessari gríðarlegu útvíkkun á hlutverkasviði sjóðsins og það er ekki hægt að sætta sig við það.“ Ármann bendir á að frá árinu 2008 hafi mikið af jákvæðum áhrifum fornleifarannsókna á menningu og atvinnulífi komið í ljós, meðal annars með útgáfum og uppbyggingu nýrra ferðamannastaða. „Menningartúrismi er í vexti hér á landi og fornleifarannsóknir eru partur af þeirri velgengni,“ segir hann. „Það skýtur skökku við að það eigi alltaf að dæla fólki inn í landið án þess að bjóða því upp á eitthvað. Ég var að vinna á Alþingisreitnum í sumar og það var gott dæmi um hversu mikill áhugi ferðamanna er á fornleifum. Leiðsagnarleiðangrar þar voru fullir á hverjum degi.“ Í ályktun FFÍ segir að fornleifafræðingar séu uggandi yfir stöðunni þar sem sjóðurinn sé eini beini styrktarsjóður fornleifarannsókna hér á landi. Áframhaldandi niðurskurður muni takmarka atvinnumöguleika stéttarinnar enn frekar og með þessari breytingu séu forsendur til fornleifarannsókna á Íslandi brostnar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira