Innlent

Áfengissala eykst milli ára

BBI skrifar
Mynd/Anton Brink
Sala á áfengi eykst milli ára og hefur verið 0,9% meiri fyrstu 11 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra.

Það er einkum sala á léttvíni og ávaxtavíni sem eykst milli ára eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Sala á bjór hefur einnig aukist og þá sérstaklega á öðrum bjórtegundum en lager. Sala á sterku víni dregst hins vegar saman um 4,9% milli ára.

Öfugt við vínsöluna hefur sala á tóbaki dregist nokkuð saman milli ára ef frá er talin sala á sígarettum sem eykst um rúm 14%. Sala neftóbaks hefur dregist saman um 2,5% og er þar með bundinn endir á stöðugan vöxt í sölu neftóbaks síðustu ár. Ástæða þess virðist vera tóbaksgjald á neftóbak sem hækkaði um 75% um síðustu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×