Innlent

Bílstjórinn í áfalli

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
„Maðurinn er auðvitað í áfalli. Menn fá þennan skell en sjálft sjokkið, það gæti komið nokkrum sólarhringum seinna," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við Vísi.

Alvarlegt umferðarslys varð á Nýbílavegi austan við Þverbrekku í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var kona að ganga yfir götu þegar hún varð fyrir strætisvagni. Konan liggur nú alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans.

„En það fer ákveðið ferli af stað," segir Reynir. „Samkvæmt vinnureglum var manninum boðin áfallahjálp og mun hann ekki aka meira í dag."

Hann bendir á að aðeins séu nokkrir klukkutímar liðnir frá slysinu og að mörgum spurningum sé enn ósvarað. Þá stóðst strætisvagninn ástandsskoðun sem fór fram stuttu eftir slysið.

„Málið er nú höndum lögreglu. Eðlilega skoðum við málum frá okkar sjónarhóli og ræðum við bílstjórann en við verðum auðvitað að leyfa honum að jafna sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×