Innlent

John McAfee fluttur á sjúkrahús

Auðkýfingurinn og hugbúnaðarfrumkvöðullinn John McAfee var fluttur á sjúkrahús í Guatemala í dag. McAfee, sem var eftirlýstur af Interpol vegna morðs í Belís, sótti um pólitísk hæli í Guatemala á dögunum.

McAfee var handtekinn í Guatemala í gær, grunaður um að hafa komið ólöglega inn í landið.

Fyrstu fregnir af veikindum McAfees gáfu til kynna að hann hefði fengið hjartaáfall en lögmaður hans, Telesforo Guerra, þvertók fyrir það. Hann sagði skjólstæðing sinn þjást af streitu og háþrýstingi.

McAfee hefur farið huldu höfði síðustu mánuði en hann er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða bandaríska viðskiptamannsins Gregory Faull í nóvember síðastliðnum.

Fréttamiðillinn Vice fylgdist með flótta McAfee og náði myndum af því þegar milljónamæringurinn var handtekinn af yfirvöldum í Guatemala á dögunum.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×