Innlent

Ríkisstjórnin styrkir góðgerðarsamtök um 7.5 milljónir króna

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni ráðuneytanna. Þess í stað verður 7.5 milljónum króna veitt af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi.

Upphæðin skiptist milli Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Mæðrastyrksnefndar Vesturlands og Hjálpræðishersins á Íslandi. Hver hlýtur 650 þúsund krónur.

Þá verða Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtökum, Rauða krossi Íslands, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur veitt 850 þúsund krónur hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×