Innlent

Efast um bakland andstæðinga

Deilur um stækkun minkabús kostuðu oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps embættið.
Deilur um stækkun minkabús kostuðu oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps embættið.
Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, var settur af á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag. Þá samþykktu allir fundarmenn nema Gunnar vantrauststillögu á hann sem oddvita.

Miklar deilur hafa verið í sveitarstjórninni vegna uppbyggingar á minkabúi á einum bænum í hreppnum. Gunnar hefur verið einangraður í þeim ágreiningi. Meðal annars réðu hinir fjórir sveitarstjórnarmennirnir nýjan lögmann til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu að Gunnari forspurðum og gegn vilja hans.

Í bókun eftir atkvæðagreiðsluna kvaðst Gunnar draga í efa að fulltrúar K-lista í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórninni hefðu þá sem studdu þann lista í síðustu kosningum á bak við sig.

Sagðist Gunnar ekki í þau rúmu tíu ár sem hann hefði setið í sveitarstjórninni hafa fundið viðlíka stuðning við störf sín eins og að undanförnu. Án efa ætti hann sinn þátt í því hvernig mál hefðu þróast hjá fulltrúum K-listans. Kvaðst hann leyfa öðrum fulltrúum listans að njóta vafans í þeim efnum „enda nóg komið af tilgangslausu pexi í þeim herbúðum“.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×