Segir vegið að starfsheiðri sálfræðinga Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 7. desember 2012 13:33 Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann og flutningsmann tillögu um heildrænar meðferðir græðara, hafa vegið að starfsheiðri sálfræðinga með ummælum sínum um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð þeirra virki. Í tilkynningu sem Sálfræðingafélagið sendi frá sér í morgun er þeim tilmælum beint til þingmanna að samþykkja ekki þingsályktunartillögu um að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanna á hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts. Pétur Tyrfingsson formaður sálfræðifélagsins segir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að meðferðirnar hafi enga virkni umfram lyfleysu og að það sé óásættanlegt að skattfé almennings verði notað til að niðurgreiða þær sér í lagi þegar þjónusta heilbrigðisstarfsstétta eins og sálfræðinga og tannlækna sé það ekki. „Það er fagleg þjónusta. Þú getur tekið uppbyggingu heilsugæslunnar og grunnheilbrigðis heilsugæsluþjónustu sem dæmi það eru brotalamir í henni sem heilsugæslan sjálf hefur kvartað yfir. Svo koma þingmenn og ætla að fara að greiða niður hómópata og einhverja kuklara þegar þessi vandamál blasa við. Það er fjöldi smábarnaforeldra hérna sem er ekki með formlegan heimilislækni, það er ekkert vit í þessu," segir Pétur. „Þetta er mjög ófaglegt af hálfu þessara þingmanna, þá skortir alla yfirsýn og eru að taka útgangspunkt í sjálfum sér af því að þeim finnst eitthvað sniðugt og gott fyrir þá, að þá á að fara að breyta hér skattakerfi eða fjárveitingum. Þetta er alveg fráleitt," segir hann. Þá mótmælir Sálfræðingafélagið fullyrðingu Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns, sem er einmitt einn flutningsmaður tillögunnar, í Kastljósi á mánudag um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð sálfræðinga virki og að slík meðferð fæli varla í sér lækningu. „Þegar að við vitum að þetta er bara alrangt. Sálfræðileg meðferð læknar mörg kvíðavandamál og þunglyndi oft á tíðum. Við erum með yfir 300 rannsóknir sem sýna fram á þetta skýrt og greinilega," segir hann. Pétur segir þingmanninn starfa á ófaglegan hátt og ekki bara vera að hunsa vísindalegar rannsóknir. „Heldur er þessi þingmaður líka að vega starfsheiðri sálfræðinga," segir Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðifélags Íslands. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann og flutningsmann tillögu um heildrænar meðferðir græðara, hafa vegið að starfsheiðri sálfræðinga með ummælum sínum um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð þeirra virki. Í tilkynningu sem Sálfræðingafélagið sendi frá sér í morgun er þeim tilmælum beint til þingmanna að samþykkja ekki þingsályktunartillögu um að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanna á hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts. Pétur Tyrfingsson formaður sálfræðifélagsins segir að rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að meðferðirnar hafi enga virkni umfram lyfleysu og að það sé óásættanlegt að skattfé almennings verði notað til að niðurgreiða þær sér í lagi þegar þjónusta heilbrigðisstarfsstétta eins og sálfræðinga og tannlækna sé það ekki. „Það er fagleg þjónusta. Þú getur tekið uppbyggingu heilsugæslunnar og grunnheilbrigðis heilsugæsluþjónustu sem dæmi það eru brotalamir í henni sem heilsugæslan sjálf hefur kvartað yfir. Svo koma þingmenn og ætla að fara að greiða niður hómópata og einhverja kuklara þegar þessi vandamál blasa við. Það er fjöldi smábarnaforeldra hérna sem er ekki með formlegan heimilislækni, það er ekkert vit í þessu," segir Pétur. „Þetta er mjög ófaglegt af hálfu þessara þingmanna, þá skortir alla yfirsýn og eru að taka útgangspunkt í sjálfum sér af því að þeim finnst eitthvað sniðugt og gott fyrir þá, að þá á að fara að breyta hér skattakerfi eða fjárveitingum. Þetta er alveg fráleitt," segir hann. Þá mótmælir Sálfræðingafélagið fullyrðingu Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns, sem er einmitt einn flutningsmaður tillögunnar, í Kastljósi á mánudag um að ekki væri hægt að sanna að samtalsmeðferð sálfræðinga virki og að slík meðferð fæli varla í sér lækningu. „Þegar að við vitum að þetta er bara alrangt. Sálfræðileg meðferð læknar mörg kvíðavandamál og þunglyndi oft á tíðum. Við erum með yfir 300 rannsóknir sem sýna fram á þetta skýrt og greinilega," segir hann. Pétur segir þingmanninn starfa á ófaglegan hátt og ekki bara vera að hunsa vísindalegar rannsóknir. „Heldur er þessi þingmaður líka að vega starfsheiðri sálfræðinga," segir Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðifélags Íslands.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira