Innlent

Leita skal álits EFTA-dómstólsins

Merki Hells Angels
Merki Hells Angels
Leita skal ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort íslenska ríkinu er heimilt að neita liðsmönnum glæpasamtakanna Hells Angels innan evrópska efnahagssvæðisins um landvistarleyfi.

Hæstiréttur kvað að eigin frumkvæði upp úrskurð um þetta á miðvikudag í máli Jan-Anfinn Wahl, liðsmanns Hells Angels í Noregi, á hendur íslenska ríkinu. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Wahl en þeim dómi var áfrýjað.

Fram kemur í úrskurðinum að ráðgefandi álits skuli einkum leitað á atriðum sem varða rétt borgara ESB og aðstandenda þeirra til frjálsra flutninga og búsetu á svæðinu.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×