Innlent

Ákærður fyrir að sparka í andlit manns á skemmtistað

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í apríl árið 2010. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en sá ákærði var fjarverandi.

Samkvæmt ákærunni veittist hann með ofbeldi að öðrum manni, sló hann hnefahöggi í andlitið, svo hann féll í gólfið, sparkaði síðan í andlit hans þar sem hann var á fjórum fótum. Sá sem fyrir árásinni varð fer fram á 4,5 milljónir í miskabætur.

Fyrirtaka í málinu verður í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×