Innlent

Sagði af sér eftir sirkushneyksli

Uffe Elbæk sagði af sér ráðherraembætti eftir að hafa verið vændur um frændhygli vegna framlaga til listaskóla sem hann stofnaði og eiginmaður hans starfar hjá.
Uffe Elbæk sagði af sér ráðherraembætti eftir að hafa verið vændur um frændhygli vegna framlaga til listaskóla sem hann stofnaði og eiginmaður hans starfar hjá.
Marianne Jelved tók í gær við embætti menningarráðherra í Danmörku eftir að Uffe Elbæk sagði af sér í kjölfar hneykslismáls.

Elbæk er legið á hálsi fyrir að hafa haft óeðlileg tengsl við fjöllistaskólann AFUK, þar sem hann var áður stjórnarmaður og eiginmaður hans starfaði. Bæði fékk skólinn sex milljónir danskra króna á fjárlögum í ár til að stofna nýjan skóla sirkuslista og eins greiddi Elbæk fulltrúum skólans þóknun fyrir að standa fyrir skemmtunum á vegum ráðuneytisins.

Loks eru sett spurningarmerki við ráðningu á eiginmanni Elbæks til AFUK, en ekki var auglýst í stöðuna á sínum tíma. Ríkisendurskoðun mun gera úttekt á málinu.

Elbæk, sem er þingmaður Einingarlistans, sagðist ekkert hafa gert rangt, og Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra segist ekki hafa þrýst á hann að segja af sér. Elbæk segir allt liggja uppi á borðum og hann hafi ákveðið að segja af sér til að verja hagsmuni ríkisstjórnarinnar og vernda einkalíf fjölskyldu sinnar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×