Fleiri fréttir Þverpólitísk ábyrgð á óráðsíu OR Allir helstu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi báru ábyrgð á stjórnun Orkuveitunnar á því tímabili sem skuldir hennar ruku upp. Þeir komu líka allir að ákvörðunum um að greiða sér arð út úr fyrirtækinu. Úttektarnefnd telur arðgreiðslur fjármagnaðar með lántökum. 12.10.2012 00:00 Ísland alltaf verið töluvert á eftir Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. 12.10.2012 00:00 Vill aukið samstarf á norðurskautssvæði Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. 12.10.2012 00:00 Veiðimenn vilja dauð lömb burt úr Elliðaey Yfir fjörutíu lömb fundust dauð í Elliðaey við Vestmannaeyjar nú í haust. Veiðifélag eyjarinnar vill hræin burt hið fyrsta. Bæjaryfirvöld vilja skýringar frá fjáreigandanum. Hann segir lömbin hafa drepist úr bráðapest sem sé alvanaleg. "Það blöstu bara við dauðar rollur um allt,“ segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. 12.10.2012 00:00 Grænt ljós á Perluna fyrir náttúrusýningu Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. 12.10.2012 00:00 Hrekja fólk af heimilum Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. 12.10.2012 00:00 Fundu búnað tengdan hernaði í farþegaflugvél Tyrkir segjast hafa fundið samskiptabúnað ætlaðan til hernaðarnota um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem þeir stöðvuðu á miðvikudagskvöld. 12.10.2012 00:00 Samið um olíuvarnir á norðurslóðum Aðildarríki Norðurskautsráðsins hafa náð saman um bindandi samning um sameiginlegar varnir og viðbrögð vegna olíumengunar á norðurslóðum. 12.10.2012 00:00 Velti því fyrir sér að hætta þingmennsku Róbert Marshall velti því fyrir sér að bjóða sig ekki fram til þings á ný áður en hann ákvað að ganga til liðs við Bjarta framtíð. Hann ræddi þau áform sín við Guðmund Steingrímsson, forsvarsmann Bjartrar framtíðar, fyrir nokkrum vikum og í kjölfarið hóf hann að skoða málefnastarf flokksins. 12.10.2012 00:00 Fréttablaðið heldur yfirburðum Flestir landsmenn lesa Fréttablaðið, eða 58,5 prósent fólks á aldrinum 12 til 80 ára á landinu öllu. Tæplega 73 prósent fólks á höfuðborgarsvæðinu lesa blaðið. Þetta kemur fram í könnun Capacent Gallup á lestri prentmiðla. 12.10.2012 00:00 Bláa lónið flestum minnisstæðast Erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim síðasta vetur voru sáttir við dvöl sína, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. 12.10.2012 00:00 Grikkir þurfa lengri frest Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að sýna þurfi Grikkjum meiri þolinmæði. Þeir ráði ekki við að koma fjármálum sínum í lag á þeim skamma tíma sem Evrópusambandið og AGS hafa hingað til viljað veita þeim. 12.10.2012 00:00 Dómarar segjast sjálfstæðir Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi. 12.10.2012 00:00 Romney enn á mikilli siglingu Repúblikaninn Mitt Romney er enn á flugi í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hefur jafnvel mælst með meira fylgi en Barack Obama, sitjandi forseti, á landsvísu. 12.10.2012 00:00 Öryggi flugfarþega ógnað Félag sænskra flugmanna og ECA, félag evrópskra flugmanna, segja nýjar tillögur EASA, flugumferðarstjórnar Evrópusambandsins, ógna öryggi flugfarþega. 12.10.2012 00:00 Um 99% með tölvur og net Eitt af hverjum hundrað íslenskum fyrirtækjum með tíu starfsmenn eða fleiri var ekki með tölvur og nettengingu á síðasta ári, að því er fram kemur í könnun Hagstofunnar. 12.10.2012 00:00 Hlutfall kvenna er áhyggjuefni Einungis fimm konur eru í endurhæfingu á Laugarásvegi, meðferðarstöð fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi. Nú sækja 32 einstaklingar þjónustu í húsnæðið, þar af 27 karlar. Meðalaldur einstaklinganna er 24 ár og hefur farið lækkandi á síðustu árum vegna breyttra áherslna í meðferðinni. 12.10.2012 00:00 Munu skoða sameiningu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að kanna áhuga á sameiningu við Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð hjá þessum sveitarfélögum. Tillaga að nafni er þegar komin fram; Heiðmörk. 12.10.2012 00:00 Dæmdur í 45 daga fangelsi Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. 12.10.2012 00:00 Rifrildi leiddi til líkamsárásar 31 árs Reykvíkingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinni, auk fíkniefnabrota. Konunni voru dæmdar 200.000 krónur í bætur og 125.000 í málskostnað. 12.10.2012 00:00 Þarf að huga að þolmörkum ferðamannastaða Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir mikilvægt að huga að þolmörkum ferðamannastaða á landinu, þ.e. hversu margir geti sótt staðina án þess að þeir láti á sjá af áganginum. 11.10.2012 23:08 Vilja marka Vestfjörðum sérstöðu í sjávarútvegsfræðum Nokkrir þingmenn með Ólínu Þorvarðardóttur fremsta í flokki lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að Vestfirðir verði gerðir að sérstökum vettvangi rannsókna í málefnum hafsins og kennslu í sjávarútvegsfræði. Þannig verði Vestfjörðum mörkuð sérstaða á sviði sjávarútvegs. 11.10.2012 22:29 Ekki orðinn heimsfrægur Jón Jónsson tónlistarmaður segir það hafa verið draumi líkast að fá að spila fyrir útgáfustjórann LA Reid og skrifa undir samning hjá Sony. Hann segist hins vegar ekki vera orðinn heimsfrægur og hlakkar til að sjá hvert framhaldið verður. 11.10.2012 22:06 Bara Íslendingar í nýjasta myndbandi David Guetta Nýjasta myndband tónlistarmannsins og plötusnúðarins David Guetta var tekið upp á Íslandi. Allir leikarar í myndbandinu eru íslenskir en það var Pegasus sem sá um framleiðsluna. 11.10.2012 21:37 Ólétt á ný eftir að hafa misst tvíbura Kristín Guðmundsdóttir handboltakona er ólétt á ný eftir að hafa misst tvíbura á síðasta ári. Hún sér eftir því að hafa ekki tekið ljósmyndir af tvíburunum. 11.10.2012 20:48 Götublað á að bæta úr neyð útigangsmanna Uppi eru hugmyndir um að stofna nýtt blað sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Útigangsfólkið fengi sjálft að eiga andvirðið til að kaupa sér mat eða annað og þannig myndi blaðið bæta úr neyð meðal útigangsmanna. 11.10.2012 20:34 Öll met slegin á Keflavíkurflugvelli Nýliðið sumar sló öll fyrri met í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli þegar um ein milljón farþega lögðu leið sína um völlinn. Ef fram fer sem horfir verður þetta ár stærsta ferðaár flugvallarins með 2,4 milljón farþega yfir árið. 11.10.2012 20:21 Heiður að stýra milljarðsverkefni Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur stýrir verkefninu ""Ofurstöð í eldfjallafræði" sem fær tæpan milljarð í styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er eitt stærsta rannsóknarverkeffni sem íslenskur vísindamaður hefur stýrt. 11.10.2012 20:10 Eins árs fangelsi fyrir árásir á sambýliskonu Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. 11.10.2012 19:53 Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. 11.10.2012 19:26 Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. 11.10.2012 19:08 Ekki ánægður með allt í skýrslunni Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki sáttur við allt sem fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitunnar. Hann segir m.a. sorglega mikið af staðhæfulausu slúðri í skýrslunni og ekki farið nákvæmlega með heimildir. 11.10.2012 18:53 Enginn hefur tilkynnt lögreglu um horfna ketti Það hafa engar tilkynningar um horfna ketti á Eyrarbakka borist til lögreglunnar í Árnessýslu samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að kettir hefðu ítrekað horfið sporlaust á Eyrarbakka en Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, efast um að það sé rétt. 11.10.2012 17:57 Íslendingur framseldur til Danmerkur - Grunaður um fíkniefnaviðskipti Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. 11.10.2012 16:55 Rússnesk vopn á leið til Sýrlands Vopn og skotfæri voru um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem gert var að lenda í tyrknesku borginni Ankara í gær. Nær öruggt þykir að vopnin hafi verið á leið til sýrlenska stjórnarhersins. 11.10.2012 16:54 Með 200 lítra af vodka á heimilinu Landaframleiðsla í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ var stöðvuð í gær. Lagt var hald á tæplega 400 lítra af landa, enn meira af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt. Í sama húsi, en í óskyldu máli, var einnig lagt hald á rúmlega 200 lítra af sterku áfengi (vodka). Karl um þrítugt var yfirheyrður vegna þessa. 11.10.2012 16:42 Hefndi sín eftir hrekk á bland.is Um miðjan júní síðastliðinn var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um þjófnað á Scarlet Macaw páfagauki úr búri í dýragarðinum á Slakka í Laugarási. Síðast var vitað um fuglinn í búri sínu að kvöldi 16. júní en var horfinn að morgni þjóðhátíðardagsins. 11.10.2012 16:38 Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11.10.2012 16:05 Óli Björn vill á þing Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið varaþingmaður flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. 11.10.2012 15:40 Dópsali handtekinn í Garðabæ - sterar, rafbyssa og þýfi á heimilinu Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Garðabæ í gær en á heimili hans fannst kókaín. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að kókaíni0000000000000000000000000ð hefði verið ætlað til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á rafbyssu, stera og töluvert af þýfi, en hluta þess er þegar búið að tengja við innbrot á höfuðborgarsvæðinu. 11.10.2012 15:38 Tekinn af lífi í Texas Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku 44 ára gamlan mann af lífi í nótt. Verjendur héldu því fram að maðurinn væri í raun andlega fatlaður og að hann hefði ekki verið ábyrgur gjörða sinn þegar hann myrti tólf ára gamla stúlku árið 2000. 11.10.2012 15:22 Lýður og Bjarnfreður neituðu báðir sök Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11.10.2012 15:14 Baráttan í Norðaustri: Óæskilegt að ræða málið mikið í fjölmiðlum Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla "óljósar fréttir“ af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. 11.10.2012 14:33 Alfreð hafði mikinn áhuga á að mæta fyrir nefndina Alfreð Þorsteinsson hafði mikinn áhuga á að mæta á fund úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, en hafði ekki tök á því vegna sjúkrahússlegu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá úttektarnefndinni til fjölmiðla. 11.10.2012 14:11 Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma "Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri "einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti“. 11.10.2012 13:54 Sjá næstu 50 fréttir
Þverpólitísk ábyrgð á óráðsíu OR Allir helstu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi báru ábyrgð á stjórnun Orkuveitunnar á því tímabili sem skuldir hennar ruku upp. Þeir komu líka allir að ákvörðunum um að greiða sér arð út úr fyrirtækinu. Úttektarnefnd telur arðgreiðslur fjármagnaðar með lántökum. 12.10.2012 00:00
Ísland alltaf verið töluvert á eftir Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. 12.10.2012 00:00
Vill aukið samstarf á norðurskautssvæði Meiri alþjóðlegrar samvinnu er þörf í málefnum norðurslóða og Ísland getur gegnt lykilhlutverki í að breyta því ástandi til batnaðar. Þetta segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegur sendimaður forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Hann sótti landið heim og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands auk þess sem hann hitti ráðamenn og vísindamenn. 12.10.2012 00:00
Veiðimenn vilja dauð lömb burt úr Elliðaey Yfir fjörutíu lömb fundust dauð í Elliðaey við Vestmannaeyjar nú í haust. Veiðifélag eyjarinnar vill hræin burt hið fyrsta. Bæjaryfirvöld vilja skýringar frá fjáreigandanum. Hann segir lömbin hafa drepist úr bráðapest sem sé alvanaleg. "Það blöstu bara við dauðar rollur um allt,“ segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. 12.10.2012 00:00
Grænt ljós á Perluna fyrir náttúrusýningu Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. 12.10.2012 00:00
Hrekja fólk af heimilum Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. 12.10.2012 00:00
Fundu búnað tengdan hernaði í farþegaflugvél Tyrkir segjast hafa fundið samskiptabúnað ætlaðan til hernaðarnota um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem þeir stöðvuðu á miðvikudagskvöld. 12.10.2012 00:00
Samið um olíuvarnir á norðurslóðum Aðildarríki Norðurskautsráðsins hafa náð saman um bindandi samning um sameiginlegar varnir og viðbrögð vegna olíumengunar á norðurslóðum. 12.10.2012 00:00
Velti því fyrir sér að hætta þingmennsku Róbert Marshall velti því fyrir sér að bjóða sig ekki fram til þings á ný áður en hann ákvað að ganga til liðs við Bjarta framtíð. Hann ræddi þau áform sín við Guðmund Steingrímsson, forsvarsmann Bjartrar framtíðar, fyrir nokkrum vikum og í kjölfarið hóf hann að skoða málefnastarf flokksins. 12.10.2012 00:00
Fréttablaðið heldur yfirburðum Flestir landsmenn lesa Fréttablaðið, eða 58,5 prósent fólks á aldrinum 12 til 80 ára á landinu öllu. Tæplega 73 prósent fólks á höfuðborgarsvæðinu lesa blaðið. Þetta kemur fram í könnun Capacent Gallup á lestri prentmiðla. 12.10.2012 00:00
Bláa lónið flestum minnisstæðast Erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim síðasta vetur voru sáttir við dvöl sína, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. 12.10.2012 00:00
Grikkir þurfa lengri frest Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að sýna þurfi Grikkjum meiri þolinmæði. Þeir ráði ekki við að koma fjármálum sínum í lag á þeim skamma tíma sem Evrópusambandið og AGS hafa hingað til viljað veita þeim. 12.10.2012 00:00
Dómarar segjast sjálfstæðir Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi. 12.10.2012 00:00
Romney enn á mikilli siglingu Repúblikaninn Mitt Romney er enn á flugi í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hefur jafnvel mælst með meira fylgi en Barack Obama, sitjandi forseti, á landsvísu. 12.10.2012 00:00
Öryggi flugfarþega ógnað Félag sænskra flugmanna og ECA, félag evrópskra flugmanna, segja nýjar tillögur EASA, flugumferðarstjórnar Evrópusambandsins, ógna öryggi flugfarþega. 12.10.2012 00:00
Um 99% með tölvur og net Eitt af hverjum hundrað íslenskum fyrirtækjum með tíu starfsmenn eða fleiri var ekki með tölvur og nettengingu á síðasta ári, að því er fram kemur í könnun Hagstofunnar. 12.10.2012 00:00
Hlutfall kvenna er áhyggjuefni Einungis fimm konur eru í endurhæfingu á Laugarásvegi, meðferðarstöð fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi. Nú sækja 32 einstaklingar þjónustu í húsnæðið, þar af 27 karlar. Meðalaldur einstaklinganna er 24 ár og hefur farið lækkandi á síðustu árum vegna breyttra áherslna í meðferðinni. 12.10.2012 00:00
Munu skoða sameiningu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að kanna áhuga á sameiningu við Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð hjá þessum sveitarfélögum. Tillaga að nafni er þegar komin fram; Heiðmörk. 12.10.2012 00:00
Dæmdur í 45 daga fangelsi Fótboltamaðurinn Mark Doninger, sem lék með úrvalsdeildarliði ÍA og síðar með Stjörnunni í Garðabæ, hlaut í gær 45 daga fangelsisdóm fyrir að ráðast í tvígang á þáverandi kærustu sína. 12.10.2012 00:00
Rifrildi leiddi til líkamsárásar 31 árs Reykvíkingur var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinni, auk fíkniefnabrota. Konunni voru dæmdar 200.000 krónur í bætur og 125.000 í málskostnað. 12.10.2012 00:00
Þarf að huga að þolmörkum ferðamannastaða Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir mikilvægt að huga að þolmörkum ferðamannastaða á landinu, þ.e. hversu margir geti sótt staðina án þess að þeir láti á sjá af áganginum. 11.10.2012 23:08
Vilja marka Vestfjörðum sérstöðu í sjávarútvegsfræðum Nokkrir þingmenn með Ólínu Þorvarðardóttur fremsta í flokki lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að Vestfirðir verði gerðir að sérstökum vettvangi rannsókna í málefnum hafsins og kennslu í sjávarútvegsfræði. Þannig verði Vestfjörðum mörkuð sérstaða á sviði sjávarútvegs. 11.10.2012 22:29
Ekki orðinn heimsfrægur Jón Jónsson tónlistarmaður segir það hafa verið draumi líkast að fá að spila fyrir útgáfustjórann LA Reid og skrifa undir samning hjá Sony. Hann segist hins vegar ekki vera orðinn heimsfrægur og hlakkar til að sjá hvert framhaldið verður. 11.10.2012 22:06
Bara Íslendingar í nýjasta myndbandi David Guetta Nýjasta myndband tónlistarmannsins og plötusnúðarins David Guetta var tekið upp á Íslandi. Allir leikarar í myndbandinu eru íslenskir en það var Pegasus sem sá um framleiðsluna. 11.10.2012 21:37
Ólétt á ný eftir að hafa misst tvíbura Kristín Guðmundsdóttir handboltakona er ólétt á ný eftir að hafa misst tvíbura á síðasta ári. Hún sér eftir því að hafa ekki tekið ljósmyndir af tvíburunum. 11.10.2012 20:48
Götublað á að bæta úr neyð útigangsmanna Uppi eru hugmyndir um að stofna nýtt blað sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Útigangsfólkið fengi sjálft að eiga andvirðið til að kaupa sér mat eða annað og þannig myndi blaðið bæta úr neyð meðal útigangsmanna. 11.10.2012 20:34
Öll met slegin á Keflavíkurflugvelli Nýliðið sumar sló öll fyrri met í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli þegar um ein milljón farþega lögðu leið sína um völlinn. Ef fram fer sem horfir verður þetta ár stærsta ferðaár flugvallarins með 2,4 milljón farþega yfir árið. 11.10.2012 20:21
Heiður að stýra milljarðsverkefni Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur stýrir verkefninu ""Ofurstöð í eldfjallafræði" sem fær tæpan milljarð í styrk frá Evrópusambandinu. Þetta er eitt stærsta rannsóknarverkeffni sem íslenskur vísindamaður hefur stýrt. 11.10.2012 20:10
Eins árs fangelsi fyrir árásir á sambýliskonu Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. 11.10.2012 19:53
Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. 11.10.2012 19:26
Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. 11.10.2012 19:08
Ekki ánægður með allt í skýrslunni Alfreð Þorsteinsson, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki sáttur við allt sem fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitunnar. Hann segir m.a. sorglega mikið af staðhæfulausu slúðri í skýrslunni og ekki farið nákvæmlega með heimildir. 11.10.2012 18:53
Enginn hefur tilkynnt lögreglu um horfna ketti Það hafa engar tilkynningar um horfna ketti á Eyrarbakka borist til lögreglunnar í Árnessýslu samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að kettir hefðu ítrekað horfið sporlaust á Eyrarbakka en Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, efast um að það sé rétt. 11.10.2012 17:57
Íslendingur framseldur til Danmerkur - Grunaður um fíkniefnaviðskipti Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. 11.10.2012 16:55
Rússnesk vopn á leið til Sýrlands Vopn og skotfæri voru um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem gert var að lenda í tyrknesku borginni Ankara í gær. Nær öruggt þykir að vopnin hafi verið á leið til sýrlenska stjórnarhersins. 11.10.2012 16:54
Með 200 lítra af vodka á heimilinu Landaframleiðsla í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ var stöðvuð í gær. Lagt var hald á tæplega 400 lítra af landa, enn meira af gambra sem og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar, en maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt. Í sama húsi, en í óskyldu máli, var einnig lagt hald á rúmlega 200 lítra af sterku áfengi (vodka). Karl um þrítugt var yfirheyrður vegna þessa. 11.10.2012 16:42
Hefndi sín eftir hrekk á bland.is Um miðjan júní síðastliðinn var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um þjófnað á Scarlet Macaw páfagauki úr búri í dýragarðinum á Slakka í Laugarási. Síðast var vitað um fuglinn í búri sínu að kvöldi 16. júní en var horfinn að morgni þjóðhátíðardagsins. 11.10.2012 16:38
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11.10.2012 16:05
Óli Björn vill á þing Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið varaþingmaður flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. 11.10.2012 15:40
Dópsali handtekinn í Garðabæ - sterar, rafbyssa og þýfi á heimilinu Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Garðabæ í gær en á heimili hans fannst kókaín. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, viðurkenndi að kókaíni0000000000000000000000000ð hefði verið ætlað til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á rafbyssu, stera og töluvert af þýfi, en hluta þess er þegar búið að tengja við innbrot á höfuðborgarsvæðinu. 11.10.2012 15:38
Tekinn af lífi í Texas Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku 44 ára gamlan mann af lífi í nótt. Verjendur héldu því fram að maðurinn væri í raun andlega fatlaður og að hann hefði ekki verið ábyrgur gjörða sinn þegar hann myrti tólf ára gamla stúlku árið 2000. 11.10.2012 15:22
Lýður og Bjarnfreður neituðu báðir sök Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, og Bjarnfreður Ólafsson neituðu báðir sök þegar ákæra sérstaks saksóknara gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11.10.2012 15:14
Baráttan í Norðaustri: Óæskilegt að ræða málið mikið í fjölmiðlum Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla "óljósar fréttir“ af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. 11.10.2012 14:33
Alfreð hafði mikinn áhuga á að mæta fyrir nefndina Alfreð Þorsteinsson hafði mikinn áhuga á að mæta á fund úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, en hafði ekki tök á því vegna sjúkrahússlegu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá úttektarnefndinni til fjölmiðla. 11.10.2012 14:11
Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma "Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri "einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti“. 11.10.2012 13:54