Erlent

Öryggi flugfarþega ógnað

Félag sænskra flugmanna og ECA, félag evrópskra flugmanna, segja nýjar tillögur EASA, flugumferðarstjórnar Evrópusambandsins, ógna öryggi flugfarþega.

Samkvæmt nýju tillögunum um vinnutíma flugáhafna geta flugmenn neyðst til að vera vakandi í 22 klukkustundir, að því er kemur fram á fréttavef Dagens Nyheter.

Samkvæmt tillögum EASA verða ekki gerðar undanþágur fyrir einstakar þjóðir. Sænskir flugmenn ætla ekki að gefast upp í baráttunni gegn breyttum vinnutíma. Núverandi vinnudagur getur orðið sextán tíma langur. Helmingur flugmanna hefur óvart sofnað í flugstjórnarklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×