Fleiri fréttir

Milljarður í eldfjallaverkefni íslensks vísindamanns

Einu stærsta rannsóknarverkefni sem íslenskur vísindamaður hefur stjórnað er ýtt úr vör í dag. Um er að ræða ofurstöð í eldfjallafræði og nemur styrkur til verkefnisins um 950 milljónum króna. Nú í hádeginu stendur yfir kynning á verkefninu í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Kínverski rithöfundurinn Mo Yan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Mo Yan, sem er 57 ára gamall, á langan feril að baki en hann hefur gefið út fjölda skáldsagna og ritsafna.

"Snýst um að efla stjórnsýsluna og þjóna íbúum betur"

"Ég held að við Kópavogsbúar munum áfram vera stoltir Kópavogsbúar, og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hafnfirðingar, Garðbæingar og Álftnesingar verði áfram stoltir af sínum byggðarlögum," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.

Brutust inn í hesthús í eigu Landsbankans

Óprúttnir aðilar réðust inn í hesthús í eigu Landsbankans, sem staðsett er á Suðurnesjum, og hreinsuðu út úr því á dögunum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll. Landsbankinn eignaðist húsið á nauðungaruppboði í vor, en eftirlitsmaður með eignum bankans uppgötvaði þjófnaðinn eftir að honum barst upplýsingar um að farið hefði verið inn í húsið. Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu.

Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk

Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag.

Dömulegir dekurdagar og handþrykktir taupokar á Akureyri

Búið er að skreyta miðbæ Akureyrar og svæðið í kring með bleikum slaufum, en samkvæmt tilkynningu frá bænum þá er tilefnið það að halda á Dömulega dekurdaga í bænum. Dekurdagarnir hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Í tilkynningu frá bænum er viðburðurinn útskýrður svona:

Mynd af sprengjukúlunum sem fundust í gær

Sprengjukúlurnar tvær sem fundust á svæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í gærmorgun var eytt síðdegis en talið er að þær séu úr síðari heimstyrjöldinni. Hér til hliðar má sjá mynd af kúlunum sem fréttastofa fékk senda frá Landhelgisgæslunni í morgun. Kúlurnar eru 75 mm og 40 cm að lengd. Að sögn landhelgisgæslunnar voru kúlurnar fullar af púðri og geta skapað mikla hættu, jafnvel þó þær hafi legið í sjó í áratugi.

Róbert Marshall styður ríkisstjórnina fram að kosningum

Róbert Marshall segir að hann muni styðja ríkisstjórnin fram að kosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmanninum þar sem hann boðar úrsögn sína úr Samfylkingunni og inngöngu í flokkinn Björt framtíð.

Strætóbílstjóri verður varaforseti Venesúela

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur tilnefnt Nicolas Maduro sem nýjan varaforseta sinn. Mun Maduro því taka við stjórnartaumunum í landinu fari svo að barátta Chavez við krabbamein valdi því að hann verði að láta af embætti forseta.

Rússar krefja Tyrki um skýringar á lendingu farþegaþotu

Rússar hafa krafið Tyrki um nánari skýringar á því af hverju sýrlensk farþegaþota á leið frá Moskvu til Damaskus var neydd til lendingar af tyrkneska flughernum á flugvöll skammt frá Ankara höfuðborg Tyrklands.

Stórútkall hjá slökkviliðinu að Prikinu í nótt

Bílar og mannskapur frá öllum stöðvum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru send af stað þegar boð kom um eld í veitingastaðnum Prikinu í miðborginni um klukkan fjögur í nótt, en Prikið er í gömlu timburhúsi.

Ríkisstjórnin að missa meirihluta sinn á Alþingi

Ríkisstjórnin hefur ekki lengur hreinan meirihluta á alþingi, eftir að Róbert Marshall, samfylkingarmaður og áttundi þingmaður Suðurkjördæmis tilkynnir úrsögn úr þingflokki Samfylkingarinnar í dag, eins og fregnir herma að hann geri.

Tvö blind börn á ári á Íslandi

Talið er að um 108 blind og sjónskert börn séu á Íslandi í dag. Á hverju ári fæðast sex til sjö blind og sjónskert börn hér á landi, þar af að meðaltali tvö alblind. Viðbótarfötlun meðal barnanna er algeng, til dæmis heyrnarskerðing, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blindrafélaginu.

Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað

Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu.

Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir

Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum.

Rannsaka öll kúabú vegna smitsjúkdóms

landbúnaðurSmitandi barkabólga, sem er alvarlegur smitsjúkdómur, hefur greinst á einu kúabúinu á Egilsstöðum á Austurlandi. Matvælastofnun mun kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum. Sjúkdómurinn er litinn alvarlegum augum, en hann flokkast með þekktum skaðvöldum eins og riðu, sullaveiki og gin- og klaufaveiki.

Talinn hafa verið ginntur af lögreglu

Notkun tálbeitu varð til þess að maður sem braut gegn barnungum stúlkum náðist. Hann var á þriðjudag dæmdur í níu mánaða fangelsi. Hluti dómsins er skilorðsbundinn. Sýknað var vegna ákæruliðar þar sem tálbeitu var beitt.

Ekki nóg að setja á laggirnar rannsóknir

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sem hefur með höndum skipun rannsóknarnefndanna, segir að þingið hafi brugðist við þeim kröfum sem settar voru fram um úrbætur í skýrslu þingmannanefndarinnar, sem fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. „Við hér í þinginu höfum reynt að verða við flestöllum þeim atriðum sem bent var á í skýrslunni að mættu betur fara. Þingsköpum hefur til dæmis aldrei verið breytt eins mikið og frá hruni,“ segir Ásta Ragnheiður.

Hafa auðveldað lyfjaþróun

Tveir bandarískir vísindamenn fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði þetta árið fyrir rannsóknir sínar á prótínviðtökum, sem gera frumum líkamans kleift að skynja og bregðast við merkjum að utan, svo sem merkjum um hættu eða tiltekið bragð eða lykt.

Hættir í þingflokki Samfylkingarinnar

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, mun tilkynna úrsögn sína úr þingflokknum í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun segja sig úr Samfylkingunni og bjóða fram fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum í vor.

Sjúklingar gagnrýna aðbúnað

Sjúklingar sem hafa legið á geðdeild Landspítalans (LSH) við Hringbraut gagnrýna hversu lítill aðskilnaður er á milli ólíkra sjúklinga.

Jón Jónsson semur við Sony

„Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa,“ segir tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson. Jón hefur skrifað undir útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid.

Yfir 90 prósenta verðmunur á dekkjaskiptum

Mestur verðmunur í verðkönnun ASÍ á 24 hjólbarðaverkstæðum síðastliðinn mánudag var á þjónustu vegna dekkjaskipta á jeppa. Þjónusta vegna dekkjaskipta á Mitsubishi-jeppa með 18 tommu stálfelgum var ódýrust hjá Nýbarða, þar sem hún kostaði 7.000 krónur, en dýrust hjá Sólningu, þar sem hún kostaði 13.398 krónur. Verðmunurinn var 6.398 krónur, eða 91 prósent.

Þúsundir meiða sig á dósum

Á hverju ári fara 3.800 Danir á slysavarðstofu eftir að hafa meitt sig á umbúðum. Af þeim hafa 2.500 meitt sig á umbúðum utan um matvæli, eins og niðursuðudósum, glerflöskum og töppum.

Hundar keppa í reiðhjóladrætti

Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.

Þriðja besta lággjaldafélagið

Íslenska lággjaldaflugfélagið Iceland Express hefur verið valið þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku. Niðurstöður Danish Travel Awards voru kynntar á þriðjudag.

Toyota kallar inn 3.690 bíla

Bílar Toyota á Íslandi þarf að innkalla 3.690 bifreiðar hérlendis, en Toyota-verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bifreiða um allan heim vegna bilaðs hnapps í bílstjórahurð. Um er að ræða Corolla, Yaris, Auris og Rav 4 af árgerð 2006 til 2008. Eigendur þessara bifreiða verða boðaðir með bíla sína í viðgerð á næstu dögum. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerðin taki meira en klukkutíma. Bilunin lýsir sér þannig að hnappur í bílstjórahurð bílanna stendur á sér. Eigendur umræddra bifreiða munu ekki bera neinn kostnað af innkölluninni.

Skortur á stefnu og pólitísk átök skemmdu fyrir Orkuveitunni

Skortur á skýrri eigendastefnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, innbyrðis átök um um stjórn fyrirtækisins og of mikil völd forstjóra, var meðal þess sem var einkennandi fyrir rekstur Orkuveitunnar áður en fyrirtækið lenti í brimskafli skuldavanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar. Þá er pólitísk umræðuhefð í stjórn fyrirtækisins gagnrýnd.

Foreldrar Corrie á fundi í Iðnó

Í tilefni þess að bandaríska baráttukonan Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Lennon og Ono verður haldinn opinn fundur í Iðnó næsta föstudag klukkan tólf.

Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir

Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti.

Heitir fundarlaunum fyrir týnt hlaupahjól

Átta ára drengur skilur ekki af hverju hlaupahjólinu hans var stolið í gær. Hann hefur hengt upp auglýsingu og býður fimm hundruð krónur af sparifé sínu í fundarlaun.

Tómatar veita vörn gegn fleiru en heilablóðfalli

Finnsk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla tómata dregur úr líkum á heilablóðfalli. Efnið lycopene, sem gefur tómötunum rauða litinn, dregur úr bólgum og stuðlar að því að tapparnir myndist ekki í heilanum.

Nubo vill borga 5 milljónir dala

Fyrirtæki Huang Nubo greiðir fimm milljónir bandaríkjadala, eða um 615 milljónir króna á núvirði, fyrir sextíu ára leigu á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt samningsdrögum. Þetta er þremur milljónum dollara minna en upphaflega var áætlað.

Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli óboðleg

Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli er óboðleg, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og alþingismaður sammældust um það í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis að nauðsynlegt væri að byggja betri aðstöðu á flugvellinum hvort sem hin endanlega niðurstaða verður sú að færa flugvöllinn eða ekki.

Með nokkur kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum

Þrír pólverjar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í morgun fyrir innflutning á tæplega níu kílóum af amfetamíni til landsins. Verjandi segir mennina geta vel við unað enda hafi saksóknari farið fram á sex til sjö ára fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir