Hrekja fólk af heimilum Guðsteinn skrifar 12. október 2012 00:00 Sveitarfélög reyna að bæta skuldastöðu sína með því að eigna sér land og selja til verktaka.nordicphotos/AFP Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. Í nýrri 85 blaðsíðna langri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International eru tilgreind dæmi um níu manns sem létu lífið þegar reynt var að flytja þá nauðuga burt af heimilum sínum. Þar kemur fram að á síðustu árum hafi milljónir manna verið hraktar burt af heimilum sínum í Kína vegna þess að rífa þurfti heilu hverfin til að rýma fyrir nýframkvæmdum. „Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi fylgst með og fordæmt slík mannréttindabrot í tengslum við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana árið 2008, þá hefur nauðungarflutningum fjölgað á síðustu þremur árum,“ segir í skýrslunni. Kafað er ofan í fjörutíu dæmi um nauðungarflutninga fólks af heimilum sínum á árunum 2009 til 2011. Alls staðar kom til átaka í tengslum við mótmæli íbúa gegn flutningnum. Þá er tilgreint 41 dæmi um að fólk hafi kveikt í sjálfu sér til að mótmæla nauðungarflutningum. Oftast eru það yfirvöld í sveitarfélögum sem ganga svona hart fram gegn fólki. Fyrst er reynt að hrekja fólk burt af heimilunum með stöðugu áreiti, fangavist og barsmíðum. Ástæðan fyrir hörkunni sem íbúunum er sýnd virðist vera sú að sveitarfélögin hafa stofnað sér í skuldir og reyna síðan að ná niður skuldunum með því að eigna sér land, sem síðan er selt eða leigt verktökum undir nýbyggingar. Kínastjórn hefur óspart ýtt undir þetta framferði sveitarfélaganna með því að verðlauna og styðja til dáða sveitarstjórnarmenn sem geta sýnt fram á efnahagslegan ávinning í reikningum sveitarfélaganna, alveg án tillits til þess hvaða meðulum er beitt til að bæta efnahagsstöðuna. Í skýrslunni kemur fram að Wen Jiabao forsætisráðherra og fleiri kínverskir ráðamenn hafi áttað sig á því að þetta er alvarlegt vandamál. Aðrir ráðamenn hafi hins vegar reynt að gera lítið úr vandanum og jafnvel sagt mannréttindabrotin nauðsynlegan fórnarkostnað í þágu framfara landsins. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. Í nýrri 85 blaðsíðna langri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International eru tilgreind dæmi um níu manns sem létu lífið þegar reynt var að flytja þá nauðuga burt af heimilum sínum. Þar kemur fram að á síðustu árum hafi milljónir manna verið hraktar burt af heimilum sínum í Kína vegna þess að rífa þurfti heilu hverfin til að rýma fyrir nýframkvæmdum. „Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi fylgst með og fordæmt slík mannréttindabrot í tengslum við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana árið 2008, þá hefur nauðungarflutningum fjölgað á síðustu þremur árum,“ segir í skýrslunni. Kafað er ofan í fjörutíu dæmi um nauðungarflutninga fólks af heimilum sínum á árunum 2009 til 2011. Alls staðar kom til átaka í tengslum við mótmæli íbúa gegn flutningnum. Þá er tilgreint 41 dæmi um að fólk hafi kveikt í sjálfu sér til að mótmæla nauðungarflutningum. Oftast eru það yfirvöld í sveitarfélögum sem ganga svona hart fram gegn fólki. Fyrst er reynt að hrekja fólk burt af heimilunum með stöðugu áreiti, fangavist og barsmíðum. Ástæðan fyrir hörkunni sem íbúunum er sýnd virðist vera sú að sveitarfélögin hafa stofnað sér í skuldir og reyna síðan að ná niður skuldunum með því að eigna sér land, sem síðan er selt eða leigt verktökum undir nýbyggingar. Kínastjórn hefur óspart ýtt undir þetta framferði sveitarfélaganna með því að verðlauna og styðja til dáða sveitarstjórnarmenn sem geta sýnt fram á efnahagslegan ávinning í reikningum sveitarfélaganna, alveg án tillits til þess hvaða meðulum er beitt til að bæta efnahagsstöðuna. Í skýrslunni kemur fram að Wen Jiabao forsætisráðherra og fleiri kínverskir ráðamenn hafi áttað sig á því að þetta er alvarlegt vandamál. Aðrir ráðamenn hafi hins vegar reynt að gera lítið úr vandanum og jafnvel sagt mannréttindabrotin nauðsynlegan fórnarkostnað í þágu framfara landsins.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira