Baráttan í Norðaustri: Óæskilegt að ræða málið mikið í fjölmiðlum 11. október 2012 14:33 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla „óljósar fréttir" af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. Fréttastofa hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars orðrétt: „Eðli málsins er slíkt, að ekki er æskilegt að ræða það mikið í fjölmiðlum. Við teljum því rétt að deila milliliðalaust með ykkur, trúnaðarmönnum flokksins í kjördæminu, réttum upplýsingum um aðdragandann og eftirmálin." Átök þingmannanna eru um margt sérstök, en Höskuldur heldur því fram að hann hafi ekki vitað af fyrirhuguðu framboði Sigmundar Davíðs í kjördæminu en hann bauð sig áður fram í Reykjavík norðri. Sigmundur Davíð heldur því hinsvegar fram að framkvæmdastjóra flokksins, Hrólfur Ölvisson, hafi látið Höskuld vita af stöðu mála áður en Höskuldur fór fram. Í bréfi þingmanna segir meðal annars um þetta: „Þessu til stuðnings liggja fyrir símayfirlit framkvæmdastjórans, auk þess sem að a.m.k. tveir aðilar, sem Höskuldur hefur sjálfur sagt frá þessu samtali sínu við framkvæmdastjórann, hafa staðfest þessa atburðarás." Þeir telja sig því hafa sannanir um samskipti milli Höskuldar og Hrólfs og að í þeim samskiptum hafi Hrólfur sannarlega látið Höskuld vita af stöðu mála. Höskuldur hefur áður neitað þessu. Þingmennirnir tveir, Ásmundur Daði og Gunnar Bragi segja svo í bréfinu: „Við styðjum heilshugar formann flokksins til að gefa kost á sér í Norðausturkjördæmi enda teljum við að það sé mikil lyftistöng fyrir flokksstarfið í því kjördæmi og auki líkurnar á því að flokkurinn nái þar sínum fyrri styrk og þingmannafjölda" Hér fyrir neðan má lesa bréf þeirra félaga í heild sinni:Kæru félagar.Að undanförnu hafa margir spurt okkur út í þá stöðu sem upp kom vegna framboðsmála í Norðausturkjördæmi og óljósar fréttir af atburðarásinni sem þeim tengdist. Eðli málsins er slíkt, að ekki er æskilegt að ræða það mikið í fjölmiðlum. Við teljum því rétt að deila milliliðalaust með ykkur, trúnaðarmönnum flokksins í kjördæminu, réttum upplýsingum um aðdragandann og eftirmálin.Eflaust hafa ýmsir skoðanir á því hvar formenn stjórnmálflokka eigi að vera í framboði og líklega er ekki eitthvað eitt rétt í því. Við þekkjum mörg dæmi um að þingmenn, jafnt óbreyttir sem og formenn hafi fært sig um set, m.a. marga fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins. Þá er það ekkert lögmál að stjórnmálaforingi sé í framboði í höfðuborginni og nægir þar að nefna Steingrím J. Sigfússon sem Sigmundur Davíð hyggst nú etja kappi við í Norðausturkjördæmi. Það er því ekkert nýtt í því þegar Sigmundur Davíð ákveður að færa sig um set og bjóða sig fram í kjördæmi fólksins sem hvatti hann í stjórnmálin og studdi hann hvað mest í formannskjörinu. Sigmundur tók það reyndar fram 2009 að fyrst um sinn byði hann sig fram í Reykjavík og gaf því vísbendingu um að hann gæti mögulega farið fram annars staðar síðar.Þá gerist það að varaformaður flokksins, Birkir Jón, ákvað að hætta á þingi og hvatti Sigmund til að gera það sem hugur hans hafði staðið til, að bjóða sig fram í NA. Eins og flestir muna þá leiddi Birkir lista okkar í því kjördæmi og því losnaði fyrsta sætið við brotthvarf hans. Birkir vildi ekki að þetta fréttist fyrr en hann væri búinn að tala við sitt nánasta fólk. Auk þess hefði verið ómögulegt fyrir Sigmund að greina frá áformum sínum fyrr en Birkir hafði greint frá því að hann hygðist hætta enda hefði það vakið spurningar um það hvort formaðurinn væri að fara gegn varaformanninum. Það var því ekki annað hægt en að þeir Birkir og Sigmundur greindu frá áformum sínum á sama tíma. Það ákváðu þeir að gera á árlegum fundi þingflokks og landsstjórnar flokksins.Það sem gerist næst er þetta: Framkvæmdastjóri flokksins upplýsir Höskuld um að Birkir ætli að hætta og Sigmundur að flytja sig í NA kjördæmi og að Sigmundur vilji setjast yfir málið með Höskuldi til að ræða það út frá öllum hliðum og meta hvernig best sé að haga framvindunni. Það gerir framkvæmdastjórinn með símtali fimmtudaginn 20. september. Þar lagði hann áherslu á mikilvægi þess að Höskuldur héldi trúnað um málið þar til Birkir og Sigmundur hefðu gert grein fyrir áformum sínum. Þessu til stuðnings liggja fyrir símayfirlit framkvæmdastjórans, auk þess sem að a.m.k. tveir aðilar, sem Höskuldur hefur sjálfur sagt frá þessu samtali sínu við framkvæmdastjórann, hafa staðfest þessa atburðarás.Í stað þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í því að fá formann flokksins í framboð lýsti Höskuldur Þórhallsson yfir framboði í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi daginn eftir.Eftir þetta hófst mikill fjölmiðlasirkus sem einkenndist af ósannindum og ótrúlegum yfirlýsingum sem aðeins skaða Framsóknarflokkinn um allt land. Fyrir okkur sem vitum hið rétta í málinu er algjörlega óþolandi að horfa upp á slíkt. Rétt er að benda á að framkvæmdastjórn flokksins kom saman og lýsti yfir trausti á framkvæmdastjóra flokksins Hrólfi Ölvissyni. Þar var einnig bókað að þingflokkur framsóknarmanna, að Höskuldi Þórhallssyni undanskildum, ber fullt traust til framkvæmdastjórans.Við styðjum heilshugar formann flokksins til að gefa kost á sér í Norðausturkjördæmi enda teljum við að það sé mikil lyftistöng fyrir flokksstarfið í því kjördæmi og auki líkurnar á því að flokkurinn nái þar sínum fyrri styrk og þingmannafjölda. Þá er rétt að minna á að ákvörðun formannsins hefur orðið til þess að nýtt og afar frambærilegt fólk hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er gleðiefni.Ágætu félagar.Um næstu helgi verður kjödæmisþing okkar framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi haldið að Reykjum í Hrútafirði, vil ég nota tækifærið og hvetja ykkur öll til að fjölmenna á þingið. Á því verður ákveðið hvernig staðið verður að vali á framboðslista og helstu áherslur okkar varðandi stefnumálin rædd.Höfum hugfast að Framsóknarflokkurinn mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna á komandi árum.Kær kveðja, Gunnar Bragi og Ásmundur Einar. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson, sendu kjördæmabréf á flokksmenn í gærkvöldi þar sem þeir reyna að skýra það sem þeir kalla „óljósar fréttir" af framboðsmálum í Norðausturkjördæmi. Þar takast á þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður, sem hefur ávallt boðið sig fram í kjördæminu. Fréttastofa hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars orðrétt: „Eðli málsins er slíkt, að ekki er æskilegt að ræða það mikið í fjölmiðlum. Við teljum því rétt að deila milliliðalaust með ykkur, trúnaðarmönnum flokksins í kjördæminu, réttum upplýsingum um aðdragandann og eftirmálin." Átök þingmannanna eru um margt sérstök, en Höskuldur heldur því fram að hann hafi ekki vitað af fyrirhuguðu framboði Sigmundar Davíðs í kjördæminu en hann bauð sig áður fram í Reykjavík norðri. Sigmundur Davíð heldur því hinsvegar fram að framkvæmdastjóra flokksins, Hrólfur Ölvisson, hafi látið Höskuld vita af stöðu mála áður en Höskuldur fór fram. Í bréfi þingmanna segir meðal annars um þetta: „Þessu til stuðnings liggja fyrir símayfirlit framkvæmdastjórans, auk þess sem að a.m.k. tveir aðilar, sem Höskuldur hefur sjálfur sagt frá þessu samtali sínu við framkvæmdastjórann, hafa staðfest þessa atburðarás." Þeir telja sig því hafa sannanir um samskipti milli Höskuldar og Hrólfs og að í þeim samskiptum hafi Hrólfur sannarlega látið Höskuld vita af stöðu mála. Höskuldur hefur áður neitað þessu. Þingmennirnir tveir, Ásmundur Daði og Gunnar Bragi segja svo í bréfinu: „Við styðjum heilshugar formann flokksins til að gefa kost á sér í Norðausturkjördæmi enda teljum við að það sé mikil lyftistöng fyrir flokksstarfið í því kjördæmi og auki líkurnar á því að flokkurinn nái þar sínum fyrri styrk og þingmannafjölda" Hér fyrir neðan má lesa bréf þeirra félaga í heild sinni:Kæru félagar.Að undanförnu hafa margir spurt okkur út í þá stöðu sem upp kom vegna framboðsmála í Norðausturkjördæmi og óljósar fréttir af atburðarásinni sem þeim tengdist. Eðli málsins er slíkt, að ekki er æskilegt að ræða það mikið í fjölmiðlum. Við teljum því rétt að deila milliliðalaust með ykkur, trúnaðarmönnum flokksins í kjördæminu, réttum upplýsingum um aðdragandann og eftirmálin.Eflaust hafa ýmsir skoðanir á því hvar formenn stjórnmálflokka eigi að vera í framboði og líklega er ekki eitthvað eitt rétt í því. Við þekkjum mörg dæmi um að þingmenn, jafnt óbreyttir sem og formenn hafi fært sig um set, m.a. marga fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins. Þá er það ekkert lögmál að stjórnmálaforingi sé í framboði í höfðuborginni og nægir þar að nefna Steingrím J. Sigfússon sem Sigmundur Davíð hyggst nú etja kappi við í Norðausturkjördæmi. Það er því ekkert nýtt í því þegar Sigmundur Davíð ákveður að færa sig um set og bjóða sig fram í kjördæmi fólksins sem hvatti hann í stjórnmálin og studdi hann hvað mest í formannskjörinu. Sigmundur tók það reyndar fram 2009 að fyrst um sinn byði hann sig fram í Reykjavík og gaf því vísbendingu um að hann gæti mögulega farið fram annars staðar síðar.Þá gerist það að varaformaður flokksins, Birkir Jón, ákvað að hætta á þingi og hvatti Sigmund til að gera það sem hugur hans hafði staðið til, að bjóða sig fram í NA. Eins og flestir muna þá leiddi Birkir lista okkar í því kjördæmi og því losnaði fyrsta sætið við brotthvarf hans. Birkir vildi ekki að þetta fréttist fyrr en hann væri búinn að tala við sitt nánasta fólk. Auk þess hefði verið ómögulegt fyrir Sigmund að greina frá áformum sínum fyrr en Birkir hafði greint frá því að hann hygðist hætta enda hefði það vakið spurningar um það hvort formaðurinn væri að fara gegn varaformanninum. Það var því ekki annað hægt en að þeir Birkir og Sigmundur greindu frá áformum sínum á sama tíma. Það ákváðu þeir að gera á árlegum fundi þingflokks og landsstjórnar flokksins.Það sem gerist næst er þetta: Framkvæmdastjóri flokksins upplýsir Höskuld um að Birkir ætli að hætta og Sigmundur að flytja sig í NA kjördæmi og að Sigmundur vilji setjast yfir málið með Höskuldi til að ræða það út frá öllum hliðum og meta hvernig best sé að haga framvindunni. Það gerir framkvæmdastjórinn með símtali fimmtudaginn 20. september. Þar lagði hann áherslu á mikilvægi þess að Höskuldur héldi trúnað um málið þar til Birkir og Sigmundur hefðu gert grein fyrir áformum sínum. Þessu til stuðnings liggja fyrir símayfirlit framkvæmdastjórans, auk þess sem að a.m.k. tveir aðilar, sem Höskuldur hefur sjálfur sagt frá þessu samtali sínu við framkvæmdastjórann, hafa staðfest þessa atburðarás.Í stað þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í því að fá formann flokksins í framboð lýsti Höskuldur Þórhallsson yfir framboði í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi daginn eftir.Eftir þetta hófst mikill fjölmiðlasirkus sem einkenndist af ósannindum og ótrúlegum yfirlýsingum sem aðeins skaða Framsóknarflokkinn um allt land. Fyrir okkur sem vitum hið rétta í málinu er algjörlega óþolandi að horfa upp á slíkt. Rétt er að benda á að framkvæmdastjórn flokksins kom saman og lýsti yfir trausti á framkvæmdastjóra flokksins Hrólfi Ölvissyni. Þar var einnig bókað að þingflokkur framsóknarmanna, að Höskuldi Þórhallssyni undanskildum, ber fullt traust til framkvæmdastjórans.Við styðjum heilshugar formann flokksins til að gefa kost á sér í Norðausturkjördæmi enda teljum við að það sé mikil lyftistöng fyrir flokksstarfið í því kjördæmi og auki líkurnar á því að flokkurinn nái þar sínum fyrri styrk og þingmannafjölda. Þá er rétt að minna á að ákvörðun formannsins hefur orðið til þess að nýtt og afar frambærilegt fólk hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er gleðiefni.Ágætu félagar.Um næstu helgi verður kjödæmisþing okkar framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi haldið að Reykjum í Hrútafirði, vil ég nota tækifærið og hvetja ykkur öll til að fjölmenna á þingið. Á því verður ákveðið hvernig staðið verður að vali á framboðslista og helstu áherslur okkar varðandi stefnumálin rædd.Höfum hugfast að Framsóknarflokkurinn mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna á komandi árum.Kær kveðja, Gunnar Bragi og Ásmundur Einar.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira