Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma 11. október 2012 13:54 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22