Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma 11. október 2012 13:54 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22