Erlent

Tekinn af lífi í Texas

Jonathan Green.
Jonathan Green. mynd/AP
Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku 44 ára gamlan mann af lífi í nótt. Verjendur héldu því fram að maðurinn væri í raun andlega fatlaður og að hann hefði ekki verið ábyrgur gjörða sinn þegar hann myrti tólf ára gamla stúlku árið 2000.

Hæstiréttur Bandaríkjanna synjaði beiðni verjanda um að fresta aftökunni í nótt. Upphaflega átti að taka manninn af lífi fyrir tveimur árum en þá var ákveðið að seinka aftökunni á meðan grunsemdir um andlega vanheilsu mannsins voru rannsakaðar.

Maðurinn, sem heitir Jonathan Green, var fundinn sekur um að hafa numið tólf ára gamla stúlku á brott, nauðgað henni og myrt.

Árið 2003 bannaði Hæstirréttur Bandaríkjanna að andlega fatlaðir einstaklingar væru teknir af lífi. Engu að síður er leyfilegt að dæma þá sem stríða við geðræn vandamál til dauða ef þeir skilja brot sitt og þann dóm sem kveðinn er upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×