Innlent

Alfreð hafði mikinn áhuga á að mæta fyrir nefndina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alfreð hafði áhuga á að mæta fyrir nefndina.
Alfreð hafði áhuga á að mæta fyrir nefndina.
Alfreð Þorsteinsson hafði mikinn áhuga á að mæta á fund úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, en hafði ekki tök á því vegna sjúkrahússlegu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá úttektarnefndinni til fjölmiðla.

Þar segir: „Af gefnu tilefni vill úttektarnefnd um Orkuveitu Reykjavíkur að fram komi að Alfreð Þorsteinsson hafði ekki tök á að mæta á fund nefndarinnar vegna langvarandi sjúkrahúslegu og þrátt fyrir mikinn áhuga hans á að fá tækifæri til að ræða við hana.

Í skýrslu nefndarinnar, sem birt var í gær, er listi yfir þá sem mættu á fundi nefndarinnar og hverjir ekki, eins og sést í þessari frétt. Hjörleifur Kvaran og Ingi Jóhannes Erlingsson hafa engar skýringar gefið á fjarveru sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×