Veiðimenn vilja dauð lömb burt úr Elliðaey GAR skrifar 12. október 2012 00:00 Eggjatöku- og fuglaveiðimenn óttast smithættu af fjölda lambshræja í Elliðaey og vilja að Vestmannaeyjabær þrýsti á eiganda fjár í eynni að hreinsa hana af hræjunum. Mynd/Óskar P. Friðriksson "Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
"Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira