Veiðimenn vilja dauð lömb burt úr Elliðaey GAR skrifar 12. október 2012 00:00 Eggjatöku- og fuglaveiðimenn óttast smithættu af fjölda lambshræja í Elliðaey og vilja að Vestmannaeyjabær þrýsti á eiganda fjár í eynni að hreinsa hana af hræjunum. Mynd/Óskar P. Friðriksson "Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
"Það blöstu bara við dauðar rollur um allt," segir Ívar Atlason, formaður Veiðifélags Elliðaeyjar, um aðkomuna í eyna um miðjan september. Ívar kveðst hafa farið við annan mann í Elliðaey að ganga frá húsi veiðifélagsins fyrir veturinn. "Ég tók eftir því þegar við komum út í eyju að það var óvenju mikið af hröfnum og vargfugli. Þegar ofar kom í eyna fóru að blasa við dauðar rollur og þeim fór fjölgandi," segir Ívar, sem kveðst hafa gefið sér tíma til að skoða hluta af eynni og talið 32 hræ. Aðrir sem farið hafi út í Elliðaey um síðustu mánaðamót hafi talið um fjörutíu dauð lömb. Vestmannaeyjabær er eigandi Elliðaeyjar og leigir nytjar hennar út. Veiðifélagið er með nytjaréttinn á fugli og eggjum. Ívar mætti á fund umhverfis- og skipulagsnefndar bæjarins á þriðjudag. "Við viljum að bærinn hafi samband við þennan fjárbónda og að hann hreinsi eyna og sé ekki með dauðar rollur út um allt. Þetta hefur ekkert verið rannsakað og það veit enginn úr hverju þær drápust. Maður veit ekki hvort í þessu eru sjúkdómar sem fuglar gætu borið á milli í aðrar rollur eða kannski í mannfólkið," segir Ívar.Gunnar ÁrnasonUmhverfisnefndin ákvað fyrir sitt leyti að kalla fjáreigandann, Gunnar Árnason í Lukku, á sinn fund til að fá skýringar. Gunnar segir við Fréttablaðið að skýringin sé aðeins ein. "Þetta er bara bráðapest og er alþekkt fyrirbæri. Við höfum lent í þessu áður. Þetta kemur fyrir lömb ef þau eru stór á haustin og ekki næst í þau til að sprauta þau,“ segir fjárbóndinn, sem kveður lömbin þó hafa verið bólusett. Of langur tími virðist þó hafa liðið frá bólusetningunni fram á haustið. Hann segir tjón sitt fyrst og fremst vera tilfinningalegt. "Það er sárt að missa lömbin svona.“ Að sögn Gunnars voru kindurnar í Elliðaey á annað hundrað talsins í sumar. Þegar hafi verið náð í það fé úr eynni sem eigi að fara í land. Þó sé eftir að ganga frá hræjunum. "Þeim verður hent fram af. Það er ekkert við þau að gera,“ segir hann. Ekki sé ljóst hvenær það verði gert. "Við búum við þannig aðstæður að það er oft ekki fært í eyjarnar langtímum saman. Við skulum láta tímann leiða þetta í ljós.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira