Erlent

Rússnesk vopn á leið til Sýrlands

Frá Ankara í nótt.
Frá Ankara í nótt. MYND/AFP
Vopn og skotfæri voru um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem gert var að lenda í tyrknesku borginni Ankara í gær. Nær öruggt þykir að vopnin hafi verið á leið til sýrlenska stjórnarhersins.

Forsætisráðherra Tyrklands tilkynnti þetta í dag. Hann sagði einnig að vopnin hafi verið send af rússneskum birgðasala.

Flugvélin var á leið frá Moskvu til Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Yfirvöld í Sýrlandi hafa farið fram á að hergögnunum verði skilað hið fyrsta og segja aðgerðir tyrkneskra yfirvalda ólöglegar.

Stjórnvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa vitað af sendingunni. Alls voru þrjátíu og fimm farþegar um borð í vélinni, þar af sautján Rússar.

Enginn var handtekinn og héldu farþegarnir til Sýrlands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×