Innlent

Hlutfall kvenna er áhyggjuefni

SV skrifar
Mynd/Vilhelm
Einungis fimm konur eru í endurhæfingu á Laugarásvegi, meðferðarstöð fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi. Nú sækja 32 einstaklingar þjónustu í húsnæðið, þar af 27 karlar. Meðalaldur einstaklinganna er 24 ár og hefur farið lækkandi á síðustu árum vegna breyttra áherslna í meðferðinni.

Nanna Briem geðlæknir segir hlutfallið skýrast að hluta til vegna eðli geðrofssjúkdóma, en konur veikjast yfirleitt seinna en karlar. Það útskýri þó ekki allan muninn, sem sé áhyggjuefni, og nauðsynlegt sé að leita skýringa á því hvað verði um konurnar í kerfinu. Á Laugarásvegi er eina sérhæfða meðferðin á landinu fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×