Innlent

Þingmenn upp til hópa ósammála Þór Saari

BBI skrifar
Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. Mynd/Óskar P.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, telur að þingmenn séu upp til hópa ósammála Þór Saari um að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Að hennar mati er ferðaþjónustan og ferðamenn á landinu mjög mikilvægir fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf.

Þór Saari hélt því fram í gær að ferðamenn væru orðnir of margir á Íslandi, að þeir væru að skemma landið og nauðsynlegt væri að huga að fjöldatakmörkunum í einhverri mynd vegna ástandsins. Hann sagðist einnig telja að margir þingmenn væru sammála honum en væru hræddir við að gera þær skoðanir heyrinkunnar.

Þetta telur Eygló rangt. „Það getur vel verið að einhverjir örfáir þingmenn taki undir þetta. En ég held að flestir séu alveg ósammála honum. Og það er alla vega alveg á hreinu að þingflokkur Framsóknarmanna er mjög ósammála honum," segir hún.

Að hennar mati er ekki rétt að tala um ferðaþjónustuiðnaðinn með þeim hætti sem Þór Saari gerir, hvorki um ferðamennina né um rekstraraðila. „Það skiptir miklu máli að halda vel utanum þessa atvinnugrein og reyna að byggja hana upp með bestum hætti," segir Eygló.




Tengdar fréttir

Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir

Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti.

Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma

"Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri "einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×