Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. október 2012 19:08 Ólafur Þór Gunnarsson. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk. Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51