Fleiri fréttir

Um 250 björgunarmenn að störfum í dag

Um tvöhundruð og fimmtíu manns í björgunarsveitum frá Breiðdalsvík til Siglufjarðar, og af höfuðborgarsvæðinu, verða við störf í dag á norðaustururlandi og leita kinda.

Vandamálið ekki séríslenskt

Orð forsetans við setningu Alþingis eru eðlilegt framhald orðræðu úr kosningabaráttu hans, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Forsetinn sagði slælegt álit á Alþingi munu auka þrýsting á aðkomu hans að lagasetningu.

Kæra lausagöngu sauðfjár

Ábúendur á bæ í Dalabyggð hafa kært til lögreglu ákvörðun sveitarstjórnar um að sinna ekki smölun á sauðfé sem gengur laust í byggð. Sveitarstjórnin hvetur Vegagerð og landeigendur til að girða betur.

Bifreið alelda í Búðagerði

Slökkviliðið var nú á sjöunda tímanum kallað í Búðagerði í Reykjavík. Þar kom upp eldur í bifreið og var hún alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu að sögn vaktstjóra.

Vöxtur yfirdráttar 29 prósent frá 2009

Vöxtur yfirdráttarskulda heimilanna frá júlí 2009 til júlí 2012 var úr 43,6 milljörðum króna í tæpa 66 milljarða króna. Það gerir um 29 prósenta vöxt á þessum þremur árum.

Bandarísk sérsveit send til Líbíu

Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lét lífið í fyrrinótt í árás á sendiráðið í Bengasí. Vopnaðir menn réðust inn á sendiráðslóðina, skutu á byggingar og köstuðu heimatilbúnum sprengjum.

Flestar kindurnar sem hafa fundist eru á lífi

Gleðifréttir berast að norðan því meiri hluti fjárins sem fundist hefur í dag og kvöld er á lífi. Ekki finnst mikið dauðu fé, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Jóhanna segist hafa talað um aðildarviðræðurnar

"Þeir hafa ekki lesið hana nægilega vel,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, þegar borið var undir hana að athygli vakti að hún minntist ekkert á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið í stefnuræðu sinni.

Sigmundur Davíð: Venjulegir Íslendingar þurfa raunverulegar lausnir

Venjulegir Íslendingar, eins og hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, einstæðir foreldrar á Akureyri og lögreglumaður á Þórshöfn glíma við vanda sem þarf að fást við með raunverulegum lausnum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. "Til að leysa þau þarf skynsemi og rökhyggju, en ekki blinda trú á að ein hugmyndafræði, til hægri eða vinstri, leysi allan vanda,“ sagði Sigmundur Davíð.

Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili.

Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí næstu fjögur ár

Bjartsýni landsmanna hefur vaxið mánuði frá mánuði, ef marka má mælingar þar um, sagði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að sumarið hefði verið hagfellt. "Strandveiðarnar hleyptu lífi í þorpin við sjávarsíðuna og erlendir ferðamenn streymdu til landsins í meiri fjölda en nokkru sinni," sagði Bjarni meðal annars. Nú væri þessu góða sumri lokið með harkalegum hvelli.

Vék sæti vegna vanhæfis í Icesave-málinu

Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag.

Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu

Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Bjarni Ben: Alþingi bregðist við ástandinu fyrir norðan

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bændum fyrir norðan og björgunarfólki baráttukveðjur, á Alþingi í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmenn leita nú að þúsundum fjár sem fennt hefur yfir.

Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld.

Jóhanna: Stóraukin fjárfesting

Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili.

Of Monsters and Men í auglýsingunni fyrir iPhone 5

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýjan iPhone 5 sem hefur vakið mikla athygli aðdáenda á veraldarvefnum. Íslendingar sem horfðu á auglýsinguna fyrir símann á vefsíðu Apple nú í kvöld könnuðust þó við eitt lögunum sem notað var í auglýsinga því það er með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men.

Steingrímur: Koðnum ekki niður vegna þessarar samþykktar

"Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu.

Um 800 nemendur framkölluðu risaskjálfta

Um 800 nemendur leikskóla, grunnskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk starfsmanna Ráðhúss Árborgar komu saman í miðbæjargarðinum á Selfossi í dag og framkölluðu þar jarðskjálfta að stærðinni 6,5 með hoppum sem allir framkvæmdu í einu. Uppákoman var liður í hreyfingarátaki Fjölbrautaskóla Suðurlands veturinn 2012/2013 en skólinn er heilsueflandi skóli, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs.is.

100 milljónir króna í Sandvíkursetur á Selfossi

Í dag var undirritaður samningur Sveitarfélagsins Árborgar og Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands um leigu þeirra á Sandvíkursetri á Selfoss. Um er að ræða fræðslusetur þar sem fjölbreytt starfsemi verður í 1620 fermetra húsnæði.

Ökufantar teknir í Reykjavík

Nokkrir ökufantar voru teknir fyrir hraðakstur í Reykjavík í gær og nótt. Sá sem hraðast ók mældist á 173 km hraða á Reykjanesbraut, norðan Stekkjarbakka, síðdegis í gær. Um var að ræða karl um þrítugt en sá hefur oft áður komið við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðarlagabrota. Viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Íslendingar stjórna fyrstu nýsköpunarhelgi Írans

Fyrsta nýsköpunarhelgi í Íran frá upphafi var haldin á dögunum. Íslendingar voru fengnir til að halda utan um dagskrána. Þeir telja að helgin hafi verið stór viðburður í landinu öllu og mikilvægt fyrir Írana að koma verkefnum af þessum toga af stað.

Landhelgisgæslan hjálpar til við leit að sauðfé

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að senda flugvélina TF-SIF til leitar í samstarfi við almannavarnayfirvöld í Þingeyjarsýslum. Vélin var komin á svæðið við Þeystareyki norður af Mývatni um klukkan tvö í dag og aðstoðar bændur og björgunarfólk að leita að sauðfé á svæðinu út frá leiðbeiningum frá almannavarnayfirvöldum.

Neftóbaksdósin mun kosta allt að 1900 krónum

Viðbúið er að verð á 50 gr. neftóbaksdós muni hækka upp í 1700-1900 krónur ef fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt. Gert er ráð fyrir að skattlagning á neftóbak tvöfaldist.

Brynjar Níelsson: Of þungur dómur og í engu samræmi við fordæmin

"Þetta er í engu samræmi við það sem dæmt hefur verið áður,“ segir Brynjar Níelsson, verjandi karlmanns sem var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að koma ekki deyjandi stúlku til hjálpar sem hafði neytt fíkniefnis sem innihélt eitrið PMMA. Maðurinn, sem er fæddur árið 1987, hafði verið að skemmta sér á heimili sínu ásamt stúlkunni og fleirum aðfaranótt 30. apríl árið 2011. Stúlkan sem neytti fíkniefnanna fór inni í herbergi vegna eitrunaráhrifa en þar lést hún skömmu síðar.

Kristján Hinrik og morðinginn voru félagar

Kristján Hinrik Þórsson, sem myrtur var í Tulsa um helgina, þekkti manninn sem grunaður er um að hafa myrt hann. Þetta staðfestir Dave Walker, yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Tulsa í samtali við fréttastofu. Meintur morðingi var handtekinn í Arkansas í gærkvöld, í um sex klukkustunda akstursfjarlægð frá Tulsa.

Virtur Eve Online spilari lést í sendiráðinu

Einn þeirra sem lést í árásinni á bandaríska sendiráðið í Líbýu í gær var ekki aðeins starfsmaður sendiráðsins heldur einnig einn virtasti Eve Online spilari heimsins.

Tíu mánaða fangelsi fyrir að bregðast deyjandi stúlku

Karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu fyrir að hafa ekki komið ungri konu til hjálpar sem hafði neytt eitraðs fíkniefnis, sem dró hana að lokum til dauða. Konan neytti fíkniefnis sem er kallað PMMA.

Annað upplag af Fimmtíu gráum skuggum prentað

Landsmenn virðast afar ginnkeyptir fyrir skáldsögum með erótísku ívafi um þessar mundir. Fimmtíu gráir skuggar, íslenska þýðingin á bókinni sem hefur tröllriðið Bandaríkjunum að undanföru, trónir efst á bóksölulista eftir aðeins eina viku í sölu. Forlagið hefur þegar pantað endurprentun.

Maðurinn sem myrti Hinrik handtekinn

Jermaine Jackson, sem grunaður er um að hafa myrt Kristján Hinrik Þórsson og félaga hans í Tulsa í Oklahoma um helgina hefur verið handtekinn. Það voru lögreglumenn í Arkansas sem handtóku manninn. Hann heitir Jermaine Jackson og er nítján ára gamall.

Djúpið fær glimrandi dóma

Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks fær afbragðs dóma í erlendum fjölmiðlum. Baltasar er meðal annars sagður ná fram áhrifamiklum og raunhæfum senum úti á sjó sem minna á bestu verk leikstjóranna James Cameron og Wolfgang Petersen.

Leita að 11 þúsund kindum á hættulegum svæðum

Björgunarsveitarfólk leitar nú að um ellefu þúsund kindum á víðfermu svæði. Svæðin eru erfið yfirferðar og leitarflokkarnir verða að fara um á sleðum og snjóbílum, enda ekkert göngufæri á svæðunum.

Töluverð röskun á slátrun - féð enn fast í fönn

Töluverð röskun verður í slátrun hjá Norðlenska vegna fannfergisins fyrir norðan, en talið er að um 12 þúsund fjár séu fastar í fönn. "Við vorum svona að komast upp í full afköst í slátrun þegar þetta gerðist og vorum með lítið í húsi í gær,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að byrja störf fyrr en eftir hádegi í gær

Tveir þriðju karla reykja

Hvergi í heiminum reykja karlar meira en í Indónesíu. Tveir af hverjum þremur körlum eldri en fimmtán ára stunda þar reykingar. Alls búa 80 prósent landsmanna á heimilum þar sem reykt er.

Einvígis minnst í Laugardalshöll

Sérstök hátíðardagskrá í tilefni þess að nú eru fjörutíu ár frá heimsmeistaraeinvígi Boris Spassky og Bobby Fischers árið 1972 verður kynnt í borgarráði á morgun.

Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu

Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi.

Fræða lögfræðinga um siðferði

Ráðstefna um siðferði lögfræðinga og lagakennslu verður haldin næsta föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Málþingið er haldið í tilefni af 10 ára afmæli lagadeildar HR.

Tungnaréttum frestað um einn dag

Loftur Jónsson, fjallkóngur Tungnamanna í Myrkholti í Bláskógabyggð hefur ákveðið að Tungnaréttum verði frestað frá laugardeginum 15. september til sunnudagsins 16. september eða um einn dag. Ástæðan er illviðrið á fjöllum á mánudaginn sem tafði fjallmenn um einn dag. Þá gengur illa að koma fénu fram enda er það þungt af klakakleprum og erfitt að reka féð. Ekki er vitað til þess að réttunum hafa verið frestað áður.

Sjá næstu 50 fréttir